Hlunnindi - skattmat

Öll hlunnindi og fríðindi sem launagreiðandi lætur starfsmanni í té til einkaþarfa eru lögð að jöfnu við laun til viðkomandi og ber að telja til tekna miðað við markaðsverð eða gangverð, nema um þau gildi sérstakt matsverð. Í upphafi hvers árs skal ríkisskattstjóri gefa út skattmat þar sem birtar eru reglur um mat á hlunnindum og öðrum tekjum og frádrætti sem meta þarf til verðs. Reglur þessar eru auglýstar árlega og birtar í B-deild Stjórnartíðinda og gilda bæði við ákvarðanir launafjárhæðar á staðgreiðsluári og í skattframtali fyrir viðkomandi tekjuár.

Ef hlunnindi, eða annað sem telja ber til tekna, er látið af hendi gegn greiðslu sem er lægri en skattmatið eða gangverðið skal telja mismuninn til tekna.

Í skattmatinu er einnig kveðið á um hvað ekki skal telja til tekna hjá launþega, s.s. eins og almennar kaffiveitingar á starfsstað, þátttöku í námskeiðum sem beint tengjast starfi viðkomandi og kostnaði við ýmsa viðburði sem standa starfsmönnum öllum til boða.

Nánar er fjallað um skattmatsreglur í kafla um tekjur og frádrátt einstaklinga

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Skattskyldar tekjur – 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Skattmat

Annað

Stjórnartíðindi


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum