Innheimtubréf
Fjársýsla ríkisins sendir almenn innheimtubréf fyrir hönd innheimtumanna ríkissjóðs. Bréfin eru send þeim sem skulda 5.000 krónur eða meira ef skuldin er komin fram yfir eindaga.
Það kemur ekki í veg fyrir útsendingu innheimtubréfs þó skattálagning sé byggð á áætlun skattyfirvalda eða skattálagning hafi verið kærð.
Ekki eru send bréf hafi verið gerð greiðsluáætlun um greiðslu skulda.
Almennu innheimtubréfin eru til upplýsingar fyrir skattgreiðendur um stöðu þeirra gagnvart innheimtumanni ríkissjóðs og jafnframt hvatning til þeirra að greiða upp sín vanskil til að koma í veg fyrir íþyngjandi innheimtuaðgerðir.
Ítarefni
Eyðublöð
Nánari upplýsingar
Hvernig get ég greitt?
Upplýsingar um stöðu hjá innheimtumanni ríkissjóðs
Skattar og gjöld sem innheimtumenn ríkissjóðs innheimta