Tollskrá

Tollskráin er byggð á samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskrá Tollasamvinnuráðsins en hún var tekin upp í alþjóðlegum viðskiptum samkvæmt alþjóðlegum samningi sem gerður var að frumkvæði ráðsins 14. júní 1983. Samningurinn tók gildi gagnvart samningsaðilum 1. janúar 1988 og var Ísland meðal stofnaðila hans. Tilgangurinn með samningnum er að auðvelda alþjóðleg viðskipti og söfnun, samanburð og greiningu tölfræðilegra upplýsinga að því er þau varðar. Að baki samningsgerðinni bjó jafnframt krafa ríkisstjórna um nákvæma sundurgreiningu vara vegna tolla og skýrslugerðar og mikilvægi nákvæmra og sambærilegra upplýsinga vegna alþjóðlegrar samningagerðar í viðskiptum.


Veftollskrá

Í tollskránni er hægt að leita að tollnúmerum eða texta og skoða upplýsingar um tolla, gjöld, leyfi, bönn og fleira sem tengist tollskrárnúmeri. Jafnframt er hægt að reikna aðflutningsgjöld á einstök tollskrárnúmer.

Lesa meira

Eitt númer

Uppfletting á gjöldum og skilmálum á völdu tollskrárnúmeri bæði fyrir inn og útflutning út frá tiltekinni viðmiðunardagsetningu.

Lesa meira

Tollflokkun

Þeir sem ná að tileinka sér tollflokkunarreglur ná fljótlega góðum árangri í tollflokkun jafnvel þótt þeir noti tollskrána sjaldan í sínu starfi. Fyrir byrjendur er vandinn fyrst og fremst sá að átta sig á þessum almennu reglum. Það er þó oft ekki heiglum hent því orðalagið í þessum reglum er njörvað og virkar nokkuð uppskrúfað við fyrsta yfirlestur.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum