Olíugjald

Greiða skal olíugjald af gas-, stein- og díselolíu sem nothæf er sem eldsneyti á ökutæki.  Olíugjaldið er 75,40 kr. á hvern lítra af olíu og ofan á það leggst virðisaukaskattur.

Undanþága (lituð olía)

Olía er undanþegin gjaldskyldu í eftirfarandi tilvikum þegar í hana hefur verið bætt litar- og merkiefnum (nefnd lituð olía):

  1. Til nota á skip og báta.
  2. Til húshitunar og hitunar almenningssundlauga.
  3. Til nota í iðnaði og á vinnuvélar.
  4. Til nota á dráttarvélar.
  5. Til raforkuframleiðslu.
  6. Til nota á ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota.
  7. Til nota á beltabifreiðar og námuökutæki sem eingöngu eru notuð utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum.
  8. Til nota á bifreiðir í eigu björgunarsveita.

Misnotkun á litaðri olíu - sektir 

Komi í ljós að notuð sé lituð olía á ökutæki sem ekki hefur til þess heimild (sjá upptalningu á undanþágum hér að ofan) varðar það sektum samkvæmt eftirfarandi töflu:

 Heildarþyngd ökutækis:  Fjárhæð sektar:
 0 – 3.500 kg  300.000 kr.
 3.501 – 10.000 kg  750.000 kr.
 10.001 – 15.000 kg  1.125.000 kr.
 15.001 – 20.000 kg  1.500.000 kr.
 20.001 kg og þyngri  1.875.000 kr.

Við ítrekuð brot er heimilt að tvöfalda sektarfjárhæð. Sé sekt greidd innan 14 daga lækkar hún um 20%.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Gjaldskylda, fjárhæð og almennt um undanþágur - 1. - 12. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald

Skilyrði undanþágu um greiðslu olíugjalds - reglugerð nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds

Kæruheimild, eftirlit og refsiábyrgðir - III. kafla laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum