Staðgreiðsla og reiknað endurgjald

Öllum þeim sem teljast launagreiðendur samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, þ.e. þeir sem inna af hendi eða reikna greiðslur sem teljast vera laun, er skylt að halda eftir staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna og öðrum staðgreiðsluskyldum greiðslum og af reiknuðu endurgjaldi vegna eigin vinnu við reksturinn. Staðgreiðslan samanstendur af tekjuskatti og útsvari og er fyrirframgreiðsla uppí álagningu opinberra gjalda samkvæmt skattframtölum einstaklinga. Tekjuskattur rennur í ríkissjóð og útsvarið til viðeigandi sveitarfélags.


Reiknað endurgjald 2024

Þau sem starfa við eigin atvinnurekstur eiga að reikna sér endurgjald (laun) vegna þeirrar vinnu og skila af því staðgreiðslu opinberra gjalda, greiða tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. Við ákvörðun á fjárhæð reiknaðs endurgjalds skal hafa árlegar reglur ríkisskattstjóri um reiknað endurgjald til viðmiðunar.

Lesa meira

Staðgreiðsla 2024

Öllum launagreiðendum er skylt að halda eftir staðgreiðslu opinberra gjalda af launagreiðslum eins og þær eru skilgreindar í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og skila í ríkissjóð. Á sama hátt skal reikna og skila staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi þeirra sem vinna við eigin atvinnurekstur.

Lesa meira

Persónuafsláttur

Öll sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisföst á Íslandi eiga rétt á persónuafslætti. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á tekjuárinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum