Breyting á skráningu raunverulegra eigenda

Við nýskráningu lögaðila eða útibúa í fyrirtækjaskrá ber að tilkynna um raunverulega eigendur þeirra. Verði breytingar á áður skráðum upplýsingum um raunverulega eigendur ber að tilkynna þær til fyrirtækjaskrár innan tveggja vikna frá breytingu.

Breytingar á skráningu raunverulegra eigenda skal tilkynna með því að fara inn á þjónustusvæði sitt á skattur.is.

Leiðbeiningar

Breyting á skráningu raunverulegra eigenda

Skráningarskyld félög eru sjálf ábyrg fyrir því að afla upplýsinga um raunverulega eigendur sína og getur fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra ekki veitt sérstakar ráðleggingar í þeim efnum. Leiki vafi á því hver telst raunverulegur eigandi skráningarskylds félags skal leita ráða hjá utanaðkomandi fagaðila, s.s. lögmanni, löggiltum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.

Fyrirspurnir sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda má senda á tölvupóstfangið raunverulegur@skatturinn.is.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum