Skattframtal RSK 1.04 fyrir erlend félög
Leiðbeiningar þessar eiga við um erlend félög á EES svæðinu sem telja fram vegna arðs af hlutafjáreign í íslensku hlutafélagi en eru ekki með atvinnurekstur á Íslandi.
Skráning og skilyrði
- Félagið fær íslenska kennitölu og rekstrarmerkinguna Z1 eða Z3, sem táknar kennitölu fyrir erlent félag vegna bankaviðskipta. Þetta er gert hjá Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.
- Í Fyrirtækjaskrá þarf að koma fram frá hvaða landi félagið er. Nota skal alþjóðlegan landakóða, sem eru tveir bókstafir. Félagið sé staðsett í landi á EES-svæðinu.
- Félagið þarf síðan að skrá á skattgrunnskrá sem skattskylt félag (gjaldstig 91). Senda þarf beiðni til RSK til að fá skráningu á skattgrunnskrá.
- Atvinnugreinarnúmer í grunnskrá/félagaskrá skv. ÍSAT95 skal vera 74.15.0 og skv. ÍSAT2008 skal það vera 64.20.0 (starfsemi eignarhaldsfélaga).
- Þegar félagið er komið á grunnskrá og hefur fengið veflykil, skal það skila skattframtali lögaðila RSK 1.04, þar sem fjárhæð greiddrar staðgreiðslu af arði kemur fram í reit 9000.
- Tilgangurinn með framtalsskilunum er ekki að telja fram skattstofna til álagningar, heldur má líta á þau sem umsókn um endurgreiðslu. Skilin miða því eingöngu að því að fá endurgreiddan skatt af arði sem haldið var eftir í staðgreiðslu.
Útfylling framtals
- Á forsíðu framtals þarf að fylla út kaflann "Framtal unnið af" og "Áritun löggilts endurskoðanda á ársreikning" (reitir 0110-0135 og reitir 0140-0190).
- Á forsíðu framtals þarf einnig að fylla út reit 0138 “Kennitala sendanda” og reit 0295 “Fjöldi ársverka” (sá fjöldi er væntanlega oftast „0“).
- Á framtali 2008 skal atvinnugreinarnúmerið í reit 0200 vera 74.15.0 (rekstur eignarhaldsfélaga).
- Á framtali 2009 og síðar skal atvinnugreinarnúmerið í reit 0200 vera 64.20.0 (starfsemi eignarhaldsfélaga). Atvinnugreinarnúmer kemur forskráð inn á framtalið.
- Á forsíðu framtals skal félagið auðkennt sem "Skattskyldur lögaðili" (reitur 0240).
- Á framtali skal koma fram hlutafjáreign, fenginn arður og greidd staðgreiðsla af arði.
Eignir
- Reitur 5030 - eignarhlutir í innlendum félögum, á nafnverði.
- Reitur 5035 - eignarhlutir í innlendum dótturfélögum, á nafnverði.
- Reitur 6410 - aðrar breytingar á eigin fé. Hér færist "nafnverð samtals" mínus "fenginn arður" (talan getur verið annað hvort plústala eða mínustala). Textinn við reitinn má vera "Nafnverð mínus fenginn arður". (5030+5035-3622).
- Reitur 7190 - aðrar leiðréttingar. Hér færist "nafnverð samtals" til frádráttar (mínustala). Textinn við reitinn má vera "Leiðrétting vegna nafnverðs".
- Reitur 6410 er fylltur út til afstemmingar á eignum, skuldum og eigin fé.
- Reitur 7190 er fylltur út svo ekki komi fram eignarstofn í reit 7990 á framtali.
Arður og staðgreiðsla
- Reitur 9000 - staðgreiðsla skatts af arði.
- Reitur 3622 - arður af innlendum hlutabréfum.
- Reitur 4115 - arður til frádráttar.
- Reitur 4115 er fylltur út svo ekki myndist stofn til álagningar tekjuskatts.
Tæmandi listi yfir reiti sem fylla skal út
- Einhver reita 0110 - 0135 í kaflanum "Framtal unnið af" á forsíðu.
- Einhver reita 0140 - 0190 í kaflanum "Áritun löggilts endurskoðanda á ársreikning" á forsíðu.
- Reitur 0138 „Kennitala sendanda“ á forsíðu.
- Reitur 0295 „Fjöldi ársverka“ á forsíðu (er væntanlega oftast „0“).
- Í reit 0200 (Aðal atvinnugrein) á forsíðu skal vera númerið 74.15.0 (rekstur eignarhalds-félaga) á framtali 2008. Á framtali 2009 og síðar er númerið 64.20.0 notað.
- Reitur 0220 á forsíðu (VSK-númer) skal vera auður.
- Félagið skal auðkennt sem "Skattskyldur lögaðili" í reit 0240 í kaflanum "Tegund rekstrar" á forsíðu.
- Færa skal staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts af arði í reit 9000 á forsíðu.
- Færa skal fenginn arð af innlendum hlutabréfum í reit 3622 í rekstrarhluta framtalsins.
- Reitur 3990 reiknast út sjálfkrafa og fær gildi reits 3622.
- Færa skal "Fenginn arð til frádráttar" í reit 4115 (sömu fjárhæð og í reit 3622). Reitur 4990 verður þar með 0 kr.
- Færa skal "Eignarhluti í innlendum félögum" í reit 5030 og/eða 5035.
- Reitur 5990 reiknast út sjálfkrafa og fær gildi reita 5030 og/eða 5035.
- Reitur 6320 reiknast út sjálfkrafa og tekur gildi reits 3990.
- Í reit 6410 þarf að færa "nafnverð samtals" mínus "fenginn arður" (talan getur verið annað hvort plústala eða mínustala). Textinn við reitinn má vera "Nafnverð mínus fenginn arður". (5030+5035-3622). Gert til að eignir stemmi við skuldir og eigin fé.
- Reitir 6590, 6690 og 7000 reiknast út sjálfkrafa.
- Í reit 7190 þarf að færa "nafnverð samtals" til frádráttar (mínustala). Textinn við reitinn má vera "Leiðrétting vegna nafnverðs". Gert til að reitur 7990 verði 0 kr.
Breyting frá og með framtali 2023
Frá og með framtali 2023 er Z1/Z3 félagi heimilt að færa inn söluhagnað af hlutabréfum í reiti 3632 og 4330.