Greiðsluaðlögun

Hjá embætti umboðsmanns skuldara geta einstaklingar í greiðsluerfiðleikum sótt um greiðsluaðlögun á grundvelli laga nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Einstaklingur sem sýnir fram á að hann sé eða verði um fyrirsjáanlega framtíð ófær um að standa í skilum með fjárskuldbindingar sínar getur leitað greiðsluaðlögunar samkvæmt lögunum.

Ef skilyrði laganna eru uppfyllt er einstaklingum heimilt að fara þess á leit við umboðsmann skuldara að hann samþykki umsókn um heimild til að leita eftir greiðsluaðlögun með samningi við kröfuhafa

Nánari upplýsingar er að finna á vef umboðsmanns skuldara ums.is

Lög nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstaklinga


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum