Félög í frístundabyggð

Félög í frístundabyggð starfa skv. lögum nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús og er hægt að fá nánari upplýsingar um félagsformið hjá Landssambandi sumarhúsaeigenda. Sjá nánar leiðbeiningar á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda.

Eftir að félagið hefur verið stofnað er sótt um kennitölu hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra með því að fylla út eyðublað 17.01 og skila inn ásamt afriti af samþykktum félagsins. Samþykktir skulu dagsettar og undirritaðar af stjórn félagsins.

Einnig þarf að skila inn tilkynningu um raunverulega eigendur.

Í þeim félögum þar sem enginn eigandi er þá er það sá/þeir sem raunverulega stjórna starfsemi félagsins sem teljast raunverulegir eigendur. Þetta geta verið stjórnarmenn, framkvæmdastjóri eða einhver einstaklingur / einstaklingar sem teljast stjórna starfseminni. Félögin sjálf verða að meta hver eða hverjir raunverulega stjórna starfseminni, við getum ekki ráðlagt hvað eigi að skrá, sjá nánar upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda .

Eingöngu er hægt að skila á pappír fyrir nýskráningar. Áður skráð félög þurfa að skila inn upplýsingum um raunverulega eigendur rafrænt.

Hægt er að koma í með umsókn í afgreiðslu okkar, senda í pósti eða skanna inn og senda í tölvupósti á fyrirtaekjaskra@skatturinn.is

 Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum