CUSTAR - Skuldfærslukódar

CUSTAR - Skuldfærslukódar í Tollakerfi og CUSTAR skeytum á upphæðum skuldfærðra aðflutningsgjalda

Skuldfærslukódar í CUSTAR skeytum, skuldfærslutilkynningum, sem eru EDI skeyti frá tollstjóra til innflytjanda og/eða tollmiðlara; tilkynning um tollafgreiðslu vörusendingar, SMT-aðflutningsskýrslu, og skuldfærslu aðflutningsgjalda

Sjá CUSRES - sbr. GIS lið í gagnastaki 7365

Í CUSTAR-skeyti koma fram skuldfærslukódar við hvert gjald og toll í skeytinu, skuldfærslutilkynningu, sem gefa til kynna með hvaða hætti gjald eða tollur hefur verið skuldfærður hjá tollstjóra við SMT-tollafgreiðslu vörusendingar. Kódarnir gefa til kynna skv. hvaða fyrirkomulagi uppgjörstímabila er skuldfært og gefa um leið til kynna hver er eindagi greiðslu gjaldsins eða tollsins. Gjald eða toll, sem skuldfærður er innan tiltekins uppgjörstímabils, skal greiða í síðasta lagi á þeim eindaga er gildir fyrir það uppgjörstímabil.

Skuldfærsla aðflutningsgjalda - uppgjörstímabil og eindagar (PDF 194kb)


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum