Tekjur af stafrænum vettvangi (DPI)
Income derived from Digital Platforms
DPI er samræmdur staðall um skipti skattyfirvalda á upplýsingum um tekjur sem aflað er á stafrænum vettvangi. Markmiðin með staðlinum er að aðstoða framteljendur við að telja rétt fram skattskyldar tekjur, stuðla að stöðluðum upplýsingaskiptum og söfnun upplýsinga sem hafa notagildi við skattframkvæmd.
Reglugerð um skyldu rekstraraðila stafrænna vettvanga til skýrslugjafar tóku gildi 1. janúar 2025. Samkvæmt reglunum skulu rekstraraðilar upplýsingaskyldra stafrænna vettvanga tilkynna starfsemi sína til Skattsins innan átta daga frá gildistöku reglnanna eða átta daga frá því að starfsemi hófst.
Tilkynning um skýrslugjafarskyldu rekstraraðila stafræns vettvangs RSK 5.52
Jafnframt skulu rekstaraðilar safna upplýsingum um viðtakendur tekna og senda þær upplýsingar á samræmdu formi árlega til Skattsins. Skiladagur til Skattsins, vegna tekna sem viðtakendur öfluðu á árinu 2025, er 20. janúar 2026. Upplýsingar sem rekstaraðilar skulu safna eru tilgreindar í 23. gr. reglugerðar nr. 1664/2024.
Ísland er aðili að marghliða samkomulagi lögbærra stjórnvalda um sjálfvirk skil á upplýsingum um tekjur sem aflað er í gegnum stafræna vettvanga. Samkomulag þetta sem unnið og útgefið af OECD. Ísland skiptist á upplýsingum um tekjur aflaðar á stafrænum vettvangi við þær þjóðir sem hafa staðfest innleiðingu skv. 7. hluta samkomulagsins. Ísland mun þannig senda upplýsingar um slíkar tekjur aðila, sem heimilisfastir eru í erlendum ríkjum, til skattyfirvalda í heimilisfestiríki viðkomandi. Erlend skattyfirvöld senda Skattinum að sama skapi upplýsingar um tekjur sem íslenskir skattaðilar hafa aflað á erlendum stafrænum vettvöngum.
Ítarefni
Hvar finn ég reglurnar
Reglugerð 1664/2024 um skyldu rekstraraðila stafrænna vettvanga til skýrslugjafar vegna leigu fasteigna og lausafjár og sölu á vörum og þjónustu.
Upplýsingar frá OECD (á ensku)
Sniðmát reglna fyrir skilaskyldu stafrænna vettvanga (2020)
Sniðmát reglna vegna upplýsingaskipta tekna á stafrænum vettvangi (2021)
Sniðmát reglna fyrir skilaskyldu stafrænna vettvanga, XMLskema (2022)
Algengar spurningar um sniðmát reglna fyrir skilaskyldu stafrænna vettvanga (október 2023)