Úrvinnslugjald

Úrvinnslugjald er lagt á ákveðnar vörur við innflutning og við sölu innlendrar framleiðslu.  Úrvinnslugjald leggst auk þess á ökutæki og úrvinnslugjald/skilagjald á drykkjarvöruumbúðir.

Gjaldskyldar vörur

a) Ýmsir vöruflokkar

 1. Aðrar umbúðir: heyrúlluplast, einnota drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum.
 2. Olíuvörur: Þó er svartolía undanþegin gjaldtöku enda hafi Úrvinnslusjóður staðfest samning þar að lútandi.
 3. Lífræn leysiefni og klórbundin efnasambönd: lífræn leysiefni, halógeneruð efnasambönd, ísócýanöt og pólyúretön.
 4. Málning og litarefni: málning og prentlitir.
 5. Rafhlöður og rafgeymar: rafhlöður og rafgeymar aðrir en blýsýrurafgeymar, blýsýrurafgeymar.
 6. Vörur í ljósmyndaiðnaði
 7. Kvikasilfursvörur
 8. Varnarefni
 9. Kælimiðlar
 10. Hjólbarðar
 11. Veiðarfæri úr gerfiefnum.

Nánari upplýsingar um einstaka vöruflokka er að finna á vefsíðu Úrvinnslusjóðs.

b) Drykkjarvöruumbúðir

Drykkjarvöruumbúðum er skipt upp í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða samsettar pappaumbúðir og hins vegar umbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum. Neytendur fá endurgreiddan skilagjaldshluta úrvinnslugjalds (nú 14 kr. með virðisaukaskatti) við móttöku á notuðum umbúðum.

Varðandi þá vöruflokka sem upp eru taldir í stafliðum a) og b) hér að framan, þá eru veigamiklar takmarkanir gerðar á gjaldskyldu vegna framleiðslu innanlands, sbr. nánar síðar.

c) Heyrúlluplast

d) Ökutæki

Úrvinnslugjald 15.000 kr. skal leggja á hvert gjaldskylt ökutæki við nýskráningu. 

Gjaldstofn

Gjaldstofn úrvinnslugjalds skal miðast við stykkjatölu eða þyngd í kílógrömmum hinnar gjaldskyldu vöru ásamt smásöluumbúðum. Ef gjaldskyld vara er hluti af annarri vöru miðast gjaldstofn við heildarþyngd gjaldskyldu vörunnar.

Ef um er að ræða umbúðir með gjaldskyldri vöru, sem eingöngu eru notaðar til flutnings hennar og ekki eru smásöluumbúðir, skal þyngd þeirra ekki reiknuð með við ákvörðun gjaldstofns.

Gjaldskyldir aðilar, uppgjörstímabil, gjalddagar og tilkynningarskylda

Gjaldskyldir aðilar eru eftirfarandi:

 1. Allir sem flytja til landsins gjaldskyldar vörur til endursölu.
 2. Allir sem flytja til landsins gjaldskyldar vörur til eigin nota.
 3. Allir sem framleiða gjaldskyldar vörur innanlands.
 4. Allir sem skyldu bera til að greiða úrvinnslugjald af ökutæki.

Hvert uppgjörstímabil vegna innlendrar framleiðslu og eins innflutnings af gjaldskyldri vöru eru tveir mánuðir; janúar og febrúar, mars og apríl, o.s.frv. Gjalddagi er 28. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Gjaldskyldan, samkvæmt töluliðum 1 - 3 hér að framan, tekur til allra framleiðenda og innflytjenda, svo sem einstaklinga, félaga, sjóða og stofnana, sveitarfélaga og stofnana þeirra, ríkissjóðs, ríkisstofnana, erlendra verktaka og annarra aðila sem flytja inn eða framleiða umræddar vörur. Samkvæmt reglugerð um úrvinnslugjald telst þó sá aðili sem tappar drykkjarvöru á gjaldskyldar samsettar pappaumbúðir, sem greitt hefur verið úrvinnslugjald af við innflutning, ekki innlendur framleiðandi. Það sama gildir um þann er við sólningu hjólbarða notar einvörðungu gjaldskyld hráefni.

Aðilar, sem gjaldskyldir eru skv. töluliðum 1 og 3 hér að framan, skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en úrvinnslugjaldsskyld starfsemi hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá ríkisskattstjóra.

Úrvinnslugjald myndar stofn til virðisaukaskatts.

Listi yfir gjaldskylda aðila

Kennitala Nafn
4910023280 Actavis ehf.
5107893939 Akraborg ehf.
4305962339 Bergplast ehf.
6703022880 Efnaeiming ehf.
6306090700 eTactica ehf.
4612891269 FISK-Seafood ehf.
5608012970 Flügger ehf.
6310911569 Frjó Umbúðasalan ehf.
4505091670 Gúmmívinnslan ehf.
5004850519 Hamrafell ehf.
4512013010 Hólmadrangur ehf.
5112120300 Hraunvinnslan ehf.
5509090570 Ican ehf.
6602150180 Icebox ehf.
5406024330 Ísafoldarprentsmiðja ehf.
5409982649 K & G ehf.
6801695009 Kaupfélag Skagfirðinga
6403100140 Lighthouse ehf.
6407070540 Marel Iceland ehf.
4502694849 Málning hf.
5402062010 N1 hf.
7012053240 Oddi prentun og umbúðir ehf.
5002693249 Olíuverzlun Íslands hf.
4303830949 Papco hf.
6805730269 Plastiðjan ehf.
4701932559 Prentmet ehf.
7011012860 Reyktal þjónusta ehf.
6012993999 Royal Iceland hf.
4602901559 Saltkaup ehf.
5601962299 Samhentir Kassagerð hf.
5401100930 Sigurplast ehf.
5901830249 Steinull hf.
4610101210 Umbúðalagerinn ehf.
5712014450 Umbúðir & Ráðgjöf ehf.
5306861329 Þörungaverksmiðjan hf.
4805850549 Örvi, starfsþjálfunarstaður

Álagning gjalds

Álagning úrvinnslugjalds af gjaldskyldum innfluttum vörum heyrir undir tollstjóra, en ríkisskattstjóri annast álagningu gjaldsins vegna innlendrar framleiðslu.

Skýrslur, álag og dráttarvextir

Allir gjaldskyldir framleiðendur vöru innanlands skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils skila skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Sjá RSK 10.81. Verði vanskil skal ríkisskattstjóri áætla gjald og skal gjaldskyldur aðili jafnframt sæta álagi sem er 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%. Einnig reiknast dráttarvextir.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Almennt um úrvinnslugjald - lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald

Almennt um úrvinnslugjald - reglugerð nr. 1124/2005, um úrvinnslugjald

Bifreiðar undanþegnar bifreiðagjaldsskyldu - 4. gr. laga nr. 39/1988, um bifreiðagjald

Gjaldskylda skv. lögum um bifreiðagjald - 1. gr. laga nr. 39/1988, um bifreiðagjald

Eyðublöð

Tilkynning um úrvinnslugjaldsskylda starfsemi - RSK 10.80

Úrvinnslugjaldsskýrsla - RSK 10.81

Annað

Úrvinnslusjóður

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum