VEF-tollafgreiðsla

Almennt

veftollafgreidsla.tollur.is 

 

Forráðamenn fyrirtækja og rekstraraðila þurfa að gefa starfsmönnum sínum umboð til þess að nota kerfið fyrir hönd fyrirtækisins með umboðskerfi island.is. 

Þegar starfsmaður hefur fengið umboð skráir hann sig inn með því að nota sama kort með persónulegu rafrænu skilríki og notað var með eldra kerfi. Jafnframt er hægt að nota aðrar auðkenningarleiðir sem island.is býður uppá svo sem rafræn skilríki í farsíma.

Hvað þarf að gera til að geta byrjað að nota nýja veftollafgreiðslukerfið?

1. Forráðamaður notar íslykil fyrirtækisins til að veita starfsmönnum umboð

Íslykill fyrirtækis er eingöngu notaður til að veita umboð ekki til að vinna í kerfinu.

Áður en hægt er að veita starfsmönnum umboð til að nota nýja kerfið þarf að fá íslykil fyrirtækisins sé hann ekki þegar til staðar. Íslykill er pantaður hér.

Umboðskerfi á island.is

2. Innskráning starfsmanns 

Þegar starfsmaður hefur fengið umboð skráir hann sig inn með því að nota sama kort með persónulegu rafrænu skilríki og notað var með eldra kerfi.

Kerfið er opnað með því að fara á slóðina https://veftollafgreidsla.tollur.is. Eftir að notandi hefur auðkennt sig koma upp tveir valkostir valið er Innskrá í umboði.

Til að æfa sig í notkun kerfisins getur verið ágætt að búa til frekar einfalda skýrslu til dæmis með því að endurgera gamla skýrslu án þess að senda hana inn. Hægt er að eyða skýrslunni síðar. Svo er bara að gera fyrstu skýrsluna. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum til að tollafgreiðsla hennar gangi snuðrulaust fyrir sig.

Kerfið er í þróun og stöðugum umbótum vinsamlega sendið ábendingar um það sem ykkur finnst mega bæta á vefur@tollur.is.

Með VEF-tollafgreiðslu geta fyrirtæki og einstaklingar sem stunda innflutning í atvinnuskyni framkvæmt rafræna tollafgreiðslu á vefnum. Með kerfinu má senda inn tollskýrslur og nálgast yfirlit yfir þær og tollafgreiðslu þeirra, en jafnframt er hægt að sækja þangað ýmsar upplýsingar eins og t.d. kvittun fyrir skuldfærslu aðflutningsgjalda. 

VEF-tollafgreiðsla er ekki tengd viðskiptahugbúnaði skýrslugjafa eins og SMT-tollafgreiðsla. Sömu kröfur eru gerðar til SMT- og VEF-leyfishafa um vörslu og aðgengi tollyfirvalda að tollskjölum í vörslu skýrslugjafa.

Leiðbeiningar

Inngangur

Í því skyni að auðvelda, einfalda og efla viðskipti milli ríkja á Evrópska Efnahagssvæðinu, EES, og fleiri ríkja hafa þau sammælst um notkun samræmds eyðublaðs við tollskýrslugerð, á ensku kallað Single Administrative Document SAD. Þetta skjal, SAD tollskýrslu, á að nota við tollafgreiðslu vegna útflutnings, umflutnings og innflutnings. Hingað til hefur verið notað tollskýrslueyðublaðið E.1 í innflutningi. Ákvörðun aðila að samkomulaginu hefur það markmið að samræma, staðla og einfalda formsatriði við tollafgreiðslu og í viðskiptum milli þeirra landa sem hafa tekið upp SAD tollskýrsluna.

Reitir eyðublaðsins eiga að veita í megin atriðum sömu upplýsingar í öllum aðildarríkjunum Evrópska efnahagssvæðisins EES.

Skoða hjálparsíður fyrir veftollafgreiðslukerfið

Viðmót tollskýrslu

Viðmót nýrrar tollskýrslu

Örstuttar leiðbeiningar síðan verður uppfærð.

Skjámyndin Tollskýrslur

 

  • Þegar notandi er búinn að skrá sig inn í umboði fyrirtækisins sem hann starfar hjá birtist skjámynd með lista yfir tollskýrslur (ef einhverjar eru). Staða skýrslu er sýnileg í listanum.
  • Ef smellt er á skýrslu í listanum opnast hún og hægt er að breyta henni svo framarlega að hún sé í stöðu sem leyfir það t.d. í vinnslu. Skýrslu sem búið er að tollafgreiða er ekki hægt að breyta.
  • Ef hægrismellt er á tollskýrslu í listanum birtist valmynd hægt er að skoða eða afrita hana. Ef skýrslan er í vinnslu bætist við valmöguleikinn eyða.

 

Hægrsmellt á tollskýrslu í listanum

Vakin er athygli á möguleikanum afrita með því að afrita eldri skýrslu t.d. frá sama birgja er hægt að spara talsverðan innslátt því afritaða skýrslan verður alveg eins og þarf því bara að breyta því sem er öðruvísi.

Ef smellt er á hnappinn Skrá nýja skýrslu verður til tóm skýrsla sem ljúka þarf við að fylla út áður en hægt er að senda hana í tollafgreiðslu.

Sjálfkrafa fyllast út upplýsingar um innflytjanda (fyrirtækið) og skýrslugjafa (starfsmann fyrirtækisins sem er að vinna með skýrsluna. Mikilvægt er að skrá netfang og símanúmer þannig að hægt sé að ná sambandi við skýrslugjafann gerist þess þörf. Tölvupóstar frá kerfinu sem varða þessa skýrslu eru sendir á netfangið t.d. ef sjálfvirk tollafgreiðsla er stöðvuð af einhverri ástæðu og kallað er eftir skjölum svo sem reikningum.

Skýrsluformið

 

  • Ef smellt er á heiti reits opnast hjálp fyrir viðkomandi reit.
  • Hægt er að bæta við vörulínu fyrir ofan eða neðan núverandi línu með því að smella á örvar sem birtast í neðra hægra horni vöruliðs.
  • Ef smellt er á Vista og villuprófa birtist rautt V við þá reiti sem eru með villum. Ef farið er með músina yfir V-ið birtist skýring á villunni.
  • Sumir reitir fyllast sjálfkrafa út að öllu leiti eða hluta. Til dæmis bætast sjálfkrafa reitir við reit 47 á skýrslunni þegar vistað er og villuprófað eftir að tollskráranúmer hefur verið skráð og ef krafist er skráningu lítratölu, stykkjafjölda eða annarra upplýsinga.
  • Í flipunum birtast upplýsingar um villur, gjöld, farmskrá, feril skýrslunnar í tollafgreiðslukerfinu, tölvupósta og skjöl. Undir skjöl birtast t.d. skjalabeiðnir og afhendingarheimild.
  • + tákn birtist aftan við reiti þar sem hægt er að breyta við fleiri atriðum til skráningar.
  • Hægt er að leita í fellilistum.

 

Leitað var að "rús":

Leitað var að "rús"

 

 

Leiðréttingar - Afgreiðsla 2

Ef mistök hafa verið gerð við skráningu tollskýrslu sem þegar hefur verið tollafgreidd getur innflytjandi óskað eftir leiðréttingu. Jafnframt getur tollstjóri krafist leiðréttingar komi t.d. í ljós villur á skýrslu við endurskoðun.

Leiðrétting er hafin með því að smella á Afgreiðsla 2 í valmyndinni.

Skráð er sendingarnúmer skýrslunnar sem leiðrétta á og smellt á leita. Þá opnast skýrslan. Þegar smellt er á Staðfesta vistast afrit af skýrslunni með afgreiðslunúmer 2, birtist efst í lista yfir tollskýrslur og er í vinnslu. Opnið afritið af skýrslunni, leiðréttið og sendið inn alveg eins og um venjulega tollskýrslu væri að ræða. Mikilvægt er að senda strax tölvupóst á netfangið skjalaskil@tollur.is með sendingarnúmer sem "subject" texta um ástæðu leiðréttingarinnar í meginmáli og viðeigandi fylgiskjölum (t.d. reikning) í viðhengi til að staðfesta það sem var verið að leiðrétta.

Starfsmenn embættisins yfirfara skýrsluna og staðfesta eða hafna leiðréttingu. Sé um mismun á gjöldum að ræða eru þau leiðrétt.

 

 

Prentvæn útgáfa

Hægt er að prenta tollskýrslu með því að velja ctrl+P á lyklaborðinu (eða print úr valmynd vafra). Stilla getur þurft spássíur og er þá valið minimum eða custom til að stilla útprentunina af. Í framtíðarútgáfu er stefnt að því að bæta þessa prentun og jafnvel bjóða uppá pdf útgáfu af skýrslunni líka.

Prentvæn útgáfa

Ítarefni

Eyðublöð

Umsókn um SMT- eða VEF tollafgreiðslu

Nánari upplýsingar

Rafræn tollafgreiðsla: http://tollur.is/rafraen_tollafgreidsla

SMT-tollafgreiðsla: http://tollur.is/smt_tollafgreidsla

VEF-tollafgreiðsla: http://tollur.is/vef_tollafgreidsla 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum