Ferðast til landsins

Ertu að fara til útlanda? Ef þú hefur tollskyldan varning meðferðis þegar þú kemur aftur ber þér að framvísa honum í rauðu hliði. Grænt tollhlið er hins vegar fyrir þá sem eingöngu hafa tollfrjálsan farangur meðferðis og verslunarvörur að verðmæti allt að 88.000 kr.


Ökutæki á íslenskum númerum

Ökutæki á íslenskum skráningarnúmerum má flytja aftur til Íslands án greiðslu aðflutningsgjalda, svo fremi að gjöld hafi ekki verið endurgreidd við útflutning eða unnið hafi verið við ökutækið erlendis.

Lesa meira

Ökutæki á erlendum númerum

Heimilt er að flytja tímabundið til landsins ökutæki með erlend skráningarmerki að vissum skilyrðum uppfylltum. Að hámarki getur ökutæki verið hér á landi tímabundið í 12 mánuði.

Lesa meira

Tímabundinn innflutningur

Sótt er um heimild til tímabundins innflutnings til Tollstjóra. Umsóknin er rituð á aðflutningsskýrslu og viðeigandi eyðublað. Leggja þarf fram fullnægjandi tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda með beiðni um heimild til tímabundins innflutnings nema þú njótir greiðslufrests á aðflutningsgjöldum.

Lesa meira

Tollfrjáls farangur

Ferðamenn mega hafa meðferðis tollfrjálst varning sem fenginn er í ferðinni eða í tollfrjálsri verslun hér á landi (við brottför eða heimkomu) fyrir samtals allt að 88.000 kr. (krónur), hvort sem um er að ræða einstakan hlut eða fleiri hluti, miðað við smásöluverð á innkaupsstað.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum