Húsfélög

Húsfélög eru lögbundin félög skv. lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 og fjöleignarhús telst vera það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila.

Sótt er um skráningu og kennitölu með því að fylla út eyðublað 17.02

Heiti húsfélags skal alltaf vera götuheiti og númer, t.d. Laugavegur 100, húsfélag.

Hægt er að koma með umsókn í afgreiðslu okkar, senda í pósti eða skanna inn og senda í tölvupósti á fyrirtaekjaskra@skatturinn.is

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Lög um fjöleignarhús nr. 26/1994.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum