Almannaheillaskrá – skattfrádráttur

Almennt

Lögaðilum sem uppfylla tiltekin skilyrði er heimilt að sækja um skráningu á almannaheillaskrá Skattsins.

Lögaðilar á almannaheillaskrá eru almennt óhagnaðardrifin félög (e. non profit organization) sem í megindráttum reka ekki atvinnustarfsemi í skilningi skattalaga, heldur fyrst og fremst starfsemi með þjóðfélagslegan tilgang og samfélagsleg markmið að leiðarljósi. Þessum lögaðilum er þó heimil einhver atvinnustarfsemi til fjáröflunar innan þeirra marka sem tilgreind eru í samþykktum þeirra og leiða má beint af tilgangi lögaðilans. Þá er þessum lögaðilum heimil starfsemi sem hefur aðeins óverulega fjárhagslega þýðingu m.t.t. heildartekna lögaðilans.

Starfsemi sem telst til almannaheilla í þessu sambandi er eftirfarandi:

  1. mannúðar- og líknarstarfsemi,
  2. æskulýðs- og menningarmálastarfsemi,
  3. starfsemi björgunarsveita, landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda og einstakra félagseininga sem starfa undir merkjum samtakanna,
  4. vísindaleg rannsóknarstarfsemi,
  5. starfsemi sjálfstæðra háskólasjóða og annarra menntasjóða,
  6. neytenda- og forvarnastarfsemi,
  7. starfsemi þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga.

Félög á almannaheillaskrá Skattsins

Einungis félögum, sjóðum og stofnunum, þ.m.t. sjálfseignarstofnunum, sem hafa með höndum óhagnaðadrifna starfsemi, er heimil skráning á almannaheillaskrá. Aðrir lögaðilar, þ.e. hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög, samlagsfélög, samlagshlutafélög og samvinnufélög, falla ekki undir heimild til skráningar á almannaheillaskrá. Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa því ekki frádráttarheimild hjá gefendum. Listi yfir viðurkennda lögaðila hvers árs verður birtur á heimasíðu Skattsins.

Lögaðilar skráðir á almannaheillaskrá Skattsins

Skráning - skilyrði

Forsvarsmenn þeirra lögaðila sem óska eftir skráningu á almannaheillaskrá Skattsins og telja starfsemina falla undir framangreinda stafliði (a.–g.) þurfa að sækja sérstaklega um skráningu á almannaheillaskrá sem viðurkenndir lögaðilar sem starfa til almannaheilla, þannig að framlög til þeirra séu, að ákveðnu marki, frádráttarbær við ákvörðun á tekjuskattsstofni gefanda.

Lögaðilar sem óska eftir skráningu á almannaheillaskrá þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að vera skráðir á almannaheillaskrá. Meðal annars þarf skráningu raunverulegs eiganda að vera lokið. Lögaðili má ekki vera í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir. Standa þarf skil á ársreikningum fyrir 31. maí ár hvert. Einnig þarf að standa skil á skattframtölum og skýrslum. Þá þarf að liggja fyrir með skýrum hætti í samþykktum hver sé tilgangur lögaðilans, hvernig framlögum verði ráðstafað til almannaheilla sbr. stafliði a-g. í 9. tl. 4. gr. tskl. og meðferð eigna við slit o.s.frv. Þá þarf bókhald og ársuppgjör að bera með sér fjárhæð gjafa og framlaga ásamt því hvernig fjármunum hefur verið ráðstafað til almannaheilla. Ráðstafa þarf framlögum innan skamms tíma til þeirra málefna sem samþykktir segja til um þ.a. ekki komi til mikillar sjóðasöfnunar á milli ára. Uppfylli skráður lögaðili ekki skilyrði skráningar síðar þá fellur hann af almannaheillaskrá. Móttekin framlög og gjafir eftir afskráningu eru ekki frádráttarbær frá tekjuskattsstofni gefenda.

Rétt er að taka fram að félagsgjöld að lögaðila sem skráður er í almannaheillaskrá eða greiðslur til hans fyrir vörur og þjónustu skapa ekki rétt til skattfrádráttar.

Skattfrádráttur

Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 - 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum.

Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. Jafnframt er rekstraraðila heimilt að færa til frádráttar 1,5% af rekstrartekjum vegna framlaga til aðgerða sem stuðla eiga að kolefnisjöfnun, s.s. aðgerða í rekstri til kolefnisjöfnunar, sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslustarfa og endurheimtar votlendis o.s.frv. Því getur heildarhlutfall frádráttar í atvinnurekstri vegna gjafa og framlaga til almannaheilla og kolefnisjöfnunar orðið alls 3% af rekstrartekjum.

Móttakendur gjafa og framlaga, sem skráðir eru á sérstaka almannaheillaskrá, þurfa að gefa út kvittun við móttöku þar sem m.a. kemur fram nafn og kennitala gefanda og fjárhæð framlags. Að almanaksári loknu þarf móttakandi að taka saman upplýsingar um fjárhæð gjafa og framlaga hvers gefanda og skila þessum upplýsingum til Skattsins samhliða öðrum árlegum gagnaskilum fyrir 20. janúar ár hvert. Á grundvelli gagnaskilanna verður frádráttur áritaður á framtal gefenda.

Skilyrði fyrir frádrætti hjá gefendum er að móttakandi sé skráður á almannaheillaskrá á því tímamarki sem gjöf er afhent eða framlag veitt og gildir frádráttarheimildin um framlög sem berast frá og með þeim degi sem sótt var um skráningu á almannaheillaskránna.

Umsókn

Umsókn um skráningu á almannaheillaskrá er rafræn í gegnum þjónustuvef Skattsins. Eftir innskráningu er tenging í umsókn undir Samskipti.

Við afgreiðslu umsóknar og endurskoðun ákvörðunar um umsókn getur Skatturinn farið fram á að lögaðili sýni með rökstuðningi og gögnum fram á rétt sinn til skráningar.

Skráning fer fram eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum frá móttöku Skattsins á umsókn um skráningu

Endurnýja skal skráningu á almannaheillaskrá árlega fyrir hvert byrjað almanaksár eigi síðar en 15. febrúar ár hvert. Endurskráning skv. 1. málsl. gildir frá byrjun viðkomandi almanaksárs og til loka þess almanaksárs að uppfylltum skilyrðum ákvæðisins að öðru leyti.

Endurnýjun skráningar á almannaheillaskrá skal fara fram í fyrsta sinn fyrir 15. febrúar 2023.

Rétt er að benda á að almannaheillaskrá er sjálfstæð skrá sem haldin skv. tekjuskattslögum um þau félög sem m.a. eru viðurkennd m.t.t. til gjafafrádráttar og er ekki sama skrá og almannaheillafélagaskrá sem haldin er um stofnun félaga á grundvelli félagaréttar. Skráning lögaðila í almannaheillafélagaskrá leiðir ekki sjálfkrafa til þess að lögaðilinn sé jafnframt skráður eða talin uppfylla skilyrði fyrir skráningu á almannaheillaskrá, sbr. 9. tl. 4. gr. tskl.

Opna umsókn um skráningu á almannaheillaskrá

 

Skráðir lögaðilar

Skilyrði fyrir frádrætti hjá gefendum er að lögaðili (móttakandi) sé á almannaheillaskrá á því tímamarki sem gjöf er afhent eða framlag veitt.

Skattfrádráttur

Lögaðilar sem skráðir eru á sérstaka almannaheillaskrá, þurfa að gefa út kvittun við móttöku gjafa og framlaga þar sem m.a. kemur fram nafn og kennitala gefanda og fjárhæð framlags. Á grundvelli gagnaskila lögaðila (móttakanda) verður frádráttur áritaður á framtal gefenda.

Rétt er að taka fram að félagsgjöld að lögaðila eða greiðslur fyrir vörur og þjónustu frá lögaðila sem skráður er í almannaheillaskrá skapa ekki rétt til skattfrádráttar.

Almannaheillaskrá 2021

Nafn Kennitala Frumskráning Gildir frá dags.
ABC BARNAHJÁLP 690688-1589 1.11.2021 1.11.2021
ADHD samtökin 590588-1059 1.11.2021 1.11.2021
Barnaheill - Save the Children 521089-1059 1.11.2021 1.11.2021
Barna-og unglingaráð Knattsp 440719-1980 1.11.2021 1.11.2021
Bindindissamtökin IOGT 6302696959 1.11.2021 1.11.2021
Björgunarfélagið Eyvindur 4601002590 1.11.2021 1.11.2021
Björgunarsveit Hafnarfjarðar 410200-3170 1.11.2021 1.11.2021
Björgunarsveitin Grettir 600488-1399 1.11.2021 1.11.2021
Björgunarsveitin Kári Öræfum 680384-0109 1.11.2021 1.11.2021
Blakdeild Keflavíkur íþrótta- o 640513-0200 1.11.2021 1.11.2021
Fimleikadeild Keflavíkur 620894-2819 1.11.2021 1.11.2021
Flugbjörgunarsveitin Hellu 410775-0269 1.11.2021 1.11.2021
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík 5501696149 1.11.2021 1.11.2021
Geðhjálp 531180-0469 1.11.2021 1.11.2021
Góðgerðarfélag-skurðdeild LSH 481121-2720 1.11.2021 1.11.2021
Handknattleiksfélag Kópavogs 630981-0269 1.11.2021 1.11.2021
Hjálparsveit skáta Garðabæ 431274-0199 1.11.2021 1.11.2021
Hjálpræðisherinn á Íslandi 620169-1539 1.11.2021 1.11.2021
Hvítasunnukirkjan á Íslandi 490884-0419 1.11.2021 1.11.2021
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv 5401693739 1.11.2021 1.11.2021
Íþróttafélagið Vestri 5204160720 1.11.2021 1.11.2021
Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl 670169-0499 1.11.2021 1.11.2021
Keflavík unglingaráð körfuknatt 511005-1830 1.11.2021 1.11.2021
Keflavík,íþrótta-/ungmennafélag 590794-2019 1.11.2021 1.11.2021
Kirkja sjöunda dags aðventista 4101692589 1.11.2021 1.11.2021
Knattspyrnudeild Keflavíkur 541094-3269 1.11.2021 1.11.2021
Knattspyrnudeild Keflavíkur/mfl 650211-0570 1.11.2021 1.11.2021
Knattspyrnudeild Sindra 6705912049 1.11.2021 1.11.2021
Kraftur Stuðningsfélagið 571199-3009 1.11.2021 1.11.2021
Körfuknattleiksd Keflav,íþr/umf 510894-2009 1.11.2021 1.11.2021
Landssamtökin Þroskahjálp 521176-0409 1.11.2021 1.11.2021
Náttúruverndarsamtök Íslands 460697-2049 1.11.2021 1.11.2021
Rafíþróttadeild Keflavíkur 5611202420 1.11.2021 1.11.2021
Rauði krossinn á Íslandi 530269-2649 1.11.2021 1.11.2021
Samtök um kvennaathvarf 4107820229 1.11.2021 1.11.2021
Samtökin '78,félag hinsegin f 450179-0439 1.11.2021 1.11.2021
Sjálfsbjörg landssamband hreyfi 570269-2169 1.11.2021 1.11.2021
Skotdeild Keflavíkur 620894-2739 1.11.2021 1.11.2021
Skotfélag Akraness 6912946099 1.11.2021 1.11.2021
Slysavarnafélagið Landsbjörg 560499-2139 1.11.2021 1.11.2021
Slysavarnardeildin Hnífsdal 6406211680 1.11.2021 1.11.2021
SOS-barnaþorpin 500289-2529 1.11.2021 1.11.2021
Stígamót 620190-1449 1.11.2021 1.11.2021
Styrktarfélagið Líf 501209-1040 1.11.2021 1.11.2021
Sunddeild Keflavíkur 500894-2379 1.11.2021 1.11.2021
Svæðisstjórn Björgunarsveita á 4705071010 1.11.2021 1.11.2021
Taekwondodeild Keflavíkur 501002-2750 1.11.2021 1.11.2021
UN Women Ísland 551090-2489 1.11.2021 1.11.2021
Ungmennafélag Álftaness 630190-1939 1.11.2021 1.11.2021
Ungmennafélag Íslands 6602695929 1.11.2021 1.11.2021
Ungmennafélagið Efling 6604830129 1.11.2021 1.11.2021
Ungmennafélagið Fram 4611911189 1.11.2021 1.11.2021
Ungmennafélagið Sindri 4303800609 1.11.2021 1.11.2021
Unicef Ísland 481203-2950 1.11.2021 1.11.2021

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Almannaheillastarfsemi – 4.gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Frádráttur einstaklinga – 7. tölul. A-liður 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Frádráttur rekstraraðila – 2. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Skilyrði frádráttar frá tekjum í atvinnurekstri vegna framlaga og gjafa – 15. til 20. gr. reglugerðar nr. 1300/2021, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starsfemi.

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum