Endurgreiðslur virðisaukaskatts

Í virðisaukaskattslögum er að finna ýmis sérákvæði um sérstakar endurgreiðslur virðisaukaskatts. Með sérstökum endurgreiðslum virðisaukaskatts er átt við aðrar endurgreiðslur skattsins en þær sem skattaðilar geta fengið ef innskattur þeirra er hærri en útskattur á tilteknu tímabili.

Hægt er að sækja um endurgreiðslur í sex ár talið frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist.


Endurgreiðsla til byggingaraðila og VSK-skyldra

Byggjendur íbúðarhúsnæðis eiga rétt til endurgreiðslu 60% þess virðisaukaskatts sem greiddur er af vinnu manna á byggingarstað.

Lesa meira

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til opinberra aðila

Ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra fá endurgreiddan virðisaukaskatt sem þau greiða af tilteknum aðföngum, svo sem sorphreinsun, ræstingu, snjómokstri, björgunarstörfum og öryggisgæslu, samræmdri neyðarsímsvörun og sérfræðiþjónustu.

Lesa meira

Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa

Innflytjendur verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa eða framleiðendur íbúðarhúsa í verksmiðju hér á landi eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts, sem nemur ákveðnu hlutfalli af heildarsöluverði hvers húss, allt eftir því á hvaða stigi húsið er afhent, að meðtöldum 24% virðisaukaskatti.

Lesa meira

Endurgreiðsla vegna almannaheillafélaga

Lögaðilar sem skráðir eru á almannaheillaskrá, geta sótt um endurgreiðslu á 60% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum, eða sérgreindum matshlutum þeirra.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum