Endurgreiðslur virðisaukaskatts
Í virðisaukaskattslögum er að finna ýmis sérákvæði um sérstakar endurgreiðslur virðisaukaskatts. Með sérstökum endurgreiðslum virðisaukaskatts er átt við aðrar endurgreiðslur skattsins en þær sem skattaðilar geta fengið ef innskattur þeirra er hærri en útskattur á tilteknu tímabili.
Hægt er að sækja um endurgreiðslur í sex ár talið frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist.