• Rafræn skilríki

Rafræn skilríki

Hægt er að nota rafræn skilríki til að auðkenna sig inn á vefi, en þau koma í staðinn fyrir hefðbundið notendanafn og lykilorð. Einungis þarf að muna eitt PIN númer. 

Með rafrænum skilríkjum er einnig hægt að undirrita rafræn skjöl með rafrænum hætti. 

Hægt er að fá rafræn skilríki á farsíma og korti. Ekki skiptir máli á hvaða formi rafrænu skilríkin eru, þau eru öll jafn gild.


Rafræn skilríki á farsíma

Hægt er að hafa rafræn skilríki á flestum GSM símum, þeir þurfa ekki að vera snjallsímar. 

Lesa meira

Rafræn skilríki á korti

Þú getur fengið rafræn skilríki á debetkort eða fengið þér svokölluð einkaskilríki.

Til að nota rafræn skilríki á korti þarft þú kortalesara og sérstakan hugbúnað á tölvuna.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum