Vaxtabætur og barnabætur

Tvenns konar bætur eru ákvarðaðar samkvæmt framtali við álagningu; barnabætur og vaxtabætur. Hér er farið yfir þær reglur sem gilda um ákvörðun þessara bóta. Einnig er boðið upp á reiknivélar fyrir vaxtabætur og barnabætur.


Vaxtabætur

Þeir sem greiða vaxtagjöld af lánum vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota geta átt rétt á vaxtabótum og sama á við um þá sem keypt hafa búseturétt eða eignarhlut í kaupleiguíbúð. Í kaflanum er með almennum hætti fjallað um þær reglur sem gilda um ákvörðun vaxtabóta. Fjallað er um fyrirframgreiðslu vaxtabóta í öðrum kafla.

Lesa meira

Barnabætur

Barnabætur eru reiknaðar í fyrsta skipti vegna barns í álagningu árið eftir að það fæðist og í síðasta skipti í álagningu á því ári sem 18 ára aldri er náð. Bæturnar skiptast í fjórar greiðslur yfir árið. Fyrirframgreiðsla upp í álagningu er greidd 1. febrúar og 1. maí. Við uppgjör í júní er fyrirframgreiðslan dregin frá barnabótum eins og þær eru ákvarðaðar í álagningu og eftirstöðvarnar greiddar út 1. júní og 1. október. 

Lesa meira

Reiknivél vaxtabóta

Tilgreina þarf fjölskyldustöðu og skrá tekjustofn og eignastofn. Einnig vaxtagjöld af lánum sem tekin hafa verið til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota og eftirstöðvar þeirra í árslok.

Lesa meira

Reiknivél barnabóta

Með því að skrá inn tekjustofn, fjölskyldustöðu, fjölda barna og tekjuár er hægt að reikna út barnabætur. Auk þess þarf að tilgreina hversu mörg barnanna eru yngri en 7 ára í árslok. Athugið að barnabætur eru greiddar eftirá vegna barna sem framteljandi hefur hjá sér í árslok. 

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum