Staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts

Uppfært í mars 2021.

Frá árinu 2020 teljast höfundarréttargreiðslur vera fjármagnstekjur. Því skal skila staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts af þeim með sama hætti og öðrum fjármagnstekjum. Skilakerfi fjármagnstekjuskatts hefur verið uppfært með nýrri tegund fjármagnstekna ásamt undirtegundum. Sjá nánar lýsingu á vefþjónustuaðgerð SendaSkilagrein.

Frá og með 3. ársfjórðungi 2013 skal sundurliða fjármagnstekjur og afdregna staðgreiðslu af þeim.

Lýsing þessi er fyrst og fremst ætluð tæknifólki sem sér um að setja upp sendingu upplýsinga til ríkisskattstjóra. Í breytingasögu eru skráðar upplýsingar um breytingar sem gerðar hafa verið á lýsingunni ásamt öðrum tæknilýsingum ríkisskattstjóra. Breytingasagan er aðgengileg sem efnisstraumur (Afjármagnstekjtom) sem hægt er að tengjast og fá skilaboð þegar henni er breytt.

Þeir aðilar sem ekki nýta sér vefþjónustuna geta skráð skilagrein og sundurliðun á þjónustusíðu ríkisskattstjóra. Sú skráning er háð stærðartakmörkunum.
Nánari upplýsingar má fá hjá hugbunadur@skatturinn.is

Yfirlit vefþjónustu

 

Slóðin á vefþjónustuna er: https://vefur.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc
Slóð á prófunarvefþjónustu er: https://vefurp.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc

Þegar kallað er á vefþjónustuaðgerð skal ýmist hafa auðkenningu í haus skeytisins (Soap Header) eða í færibreytu (parameter).  Auðkenningin samanstendur af kennitölu greiðanda, veflykli og útgáfustreng kerfis. Sendingu er strax hafnað ef veflykill á ekki við kennitölu sendanda eða ef útgáfustrengur forrits finnst ekki.

Til þess að geta notað vefþjónustuna þarf hlutaðeigandi hugbúnaðarhús/hugbúnaðardeild að hafa kerfisheiti sem búið er til í samráði við hlutaðeigandi hugbúnaðarhús.

Ríkisskattstjóri hefur sett upp prófunarumhverfi fyrir þá sem vilja nýta sér það.  Þá þarf hlutaðeigandi hugbúnaðarhús/hugbúnaðardeild að hafa veflykil og kerfisheiti. RSK sér um að búa til og úthluta veflyklum en kerfisheiti er búið til í samráði við hlutaðeigandi hugbúnaðarhús. Til þess að fá veflykil og kerfisheiti skal hafa samband við hugbunadur@skatturinn.is.

Boðið er upp á eftirtaldar aðgerðir í vefþjónustunni:

Aðgerð Inntak Svarsnið Skýring
SendaSkilagrein FtsSkilagrein FtsSkilagreinSvar Skilar aðeins kaflanum Svar.
FaStodu Auðkenning og númer skilagreinar FtsSkilagreinSvar Þegar úrvinnslu sendingar  er lokið er öllum köflum skilað.
FaYfirlit Auðkenning og ártal FtsYfirlitSvar  
FaTegundir Auðkenning FtsTegundirSvar  
FaTimabil Auðkenning og ártal FtsTimabilSvar  

 

Almennar villuprófanir eru í sérstöku sniði:

Lýsing villuprófana í mæltu máli.
XML snið fyrir villuprófanir.

 

Vefþjónustuaðgerð: SendaSkilagrein

 

Send er auðkenning ásamt  XML skjali samkvæmt sniði FtsSkilagrein sem inniheldur skilagrein með fjármagnstekjum sundurliðuðum á móttakendur, tegund og númer.

 Ef auðkenning er í lagi er XML skjalið vistað og vefþjónustan skilar svari samkvæmt sniði FtsSkilagreinSvar.  Skilað er stuttu svari sem inniheldur meðal annars númer og stöðu sendingar. Þá er aðgerðin FaStodu notuð til að sækja upplýsingar um nýja stöðu ásamt niðurstöðu. Ef sendingin stenst villuprófun fer fram úrvinnsla á upplýsingunum og þær vistaðar í gagnagrunni. Að því loknu er stofnuð krafa hjá RB og búin til kvittun fyrir móttöku.

Staða sendingar getur innihaldið eftirtalin gildi:

Móttekið:           Sending hefur verið móttekin.
Í vinnslu.             Sending er í vinnslu.
Lokið.                  Vinnslu lokið.
Hafnað.               Sendingu hafnað.

 XML skjalið sem er sent í vefþjónustuna inniheldur yfirkaflann Greiðandi, hann inniheldur undirkaflana Vidtakandi og Samtolur. Undirkaflinn Vidtakandi inniheldur stakið Kennitala og undirkaflann Fjarmagnstekjur.

XML snið fyrir skilagrein:                FtsSkilagrein
XML snið fyrir svar:                        FtsSkilagreinSvar

Dæmi um XML fyrir skilagrein.
Dæmi um stutt svar.
Dæmi um langt svar.

 Þegar kallað er á aðgerðina skal tilgreina eftirtaldar færibreytur:

 Svæðisheiti  Lýsing svæðis  Athugasemd
KennitalaGreidanda Kennitala greiðanda/sendanda.  
 Veflykill Veflykill frá RSK til auðkenningar og aðgangsstýringar.  
ForritUtgafa Útgáfustrengur kerfis. Úthlutað af RSK í samráði við hugbúnaðarfyrirtæki.
Notandi Innri notandi kerfisins Þetta svæði skal ekki tilgreina þegar vefþjónustan er notuð.
Tekjuar Ártal skilagreinar. Ártalið á við það ár sem greiðslur hafa átt sér stað.
Tímabil Ársfjórðungur skila. Ársfjórðungur sem greiðslur hafa átt sér stað.
Adgerd Aðgerð Nýskrá: Ný sending fyrir tímabil.
Breyta: Breyta fyrri sendingu. Fyrri sending er felld.
NumerSendingar Númer skilagreinar/sendingar. Einungis tilgreint ef aðgerð er Breyta.


Yfirkafli: Greiðandi

Svæðisheiti  Lýsing svæðis  Villuprófun
 NullSkilagrein Setja skal J í svæðið ef verið er að skila 0 (núll) skýrslu. TegString_J_N. Svæðið skal vera 1 stafur á lengd og innihalda gildið J eða N. Stakinu má sleppa.
 Tolvupostfang Tölvupóstfang sem nota skal við samskipti milli greiðanda og RSK. TegString_1_200. Svæðið skal vera 1 til 200 stafir á lengd. Þetta er tölvupóstfang sendanda sem notað við útsendingu tilkynninga og annarra upplýsinga. Ekki þarf að tilgreina stakið nema tölvupóstfang hafi breyst frá því það var síðast tilgreint.Undirkafli: Fjarmagnstekjur

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
UpprunaAudkenni Einkvæmt auðkenni færslunnar eins og hún er skráð hjá sendanda. Ef hægt er að auðkenna hana með banka, höfuðbók og reikningsnúmeri má setja hér banka, höfuðbók og númer í forminu BBBBHHNNNNNN. Annars má tilgreina hér númer greiðslu/verðbréfs/bankareiknings eða hverja þá auðkenningu sem gefur færslunni einkvæmt númer eða auðkenni. TegString_1_30. Stakið verður að vera til staðar og skal vera 1 til 30 stafir á lengd.
Tegund Tegund fjármagnstekna Leyfileg gildi eru:
Vextir
Gengishagnaður
Arður
Söluhagnaður
Annað
Höfundarréttindi
Undirtegund Undirtegund Leyfileg gildi eru:
Bankareikningur
Verðbréf
Hlutabréf
Afleiða
Stofnsjóður
Stofnfé
Óskilgreint
Krafa
Hlutabréfasjóður
Skuldabréf

Ritverk
Tónverk
Kvikmyndir
Annað/ótilgreint

Skattprosenta Skattprósenta afdregins fjármagnstekjuskatts. Hér má tilgreina skattprósentu. Ef svæðinu er sleppt er gildandi prósenta tímabilsins notuð. Eftirtalin gildi eru leyfð: 0, 10, 15, 18, 20 og 22. Svæðinu má sleppa.
Tekjur Fjármagnstekjur TegUpphaed. Einungs  jákvæðar heiltölur eru leyfðar.
Stadgreidsla Afdregin staðgreiðsla TegUpphaed. Einungs  jákvæðar heiltölur eru leyfðar.
KennitalaUtgefanda   Kennitala hlutafélags sem greiðir arðinn. Gerð er krafa um að þetta atriði sé tilgreint í skilum skráðra vörsluaðila. Aðrir mega tilgreina kennitölu

en þurfa þess ekki.

TegKennitala 

  Eftirtaldar samsetningar á tegund og undirtegund eru leyfðar:

Vextir  Bankareikningur 
  Verðbréf
  Stofnsjóður
  Krafa
  Hlutabréfasjóður
  Skuldabréf
 Gengishagnaður Bankareikningur
  Verðbréf
 Arður Hlutabréf
  Erlent félag hlutafé
  Stofnfé 
  Stofnsjóður
 Söluhagnaður Hlutabréf
  Verðbréf
  Afleiða
 Annað Óskilgreint
  Verðbréf
  Afleiða
 Höfundarréttindi Ritverk
  Tónverk
  Kvikmyndir
  Annað/ótilgreint


Undirkafli: Samtolur

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
SamtalsTekjur Heildarfjárhæð vaxtatekna í sendingunni. Verður að stemma við sundurliðun.
SamtalsStadgreidsla Heildarfjárhæð staðgreiðslu í sendingunni. Verður að stemma við sundurliðun.

 Lýsing á svarinu frá vefþjónustuaðgerðinni er í kaflanum Svar frá SendaSkilagrein og FaStodu.

Dæmi um kall á vefþjónustuaðgerðina:

string KennitalaGreidanda = kennitolur[numer];
string Veflykill = "xxxx";
string ForritUtgafa = "RskKerfi V.1";
string Tekjuar = "2013";
int Timabil = 2;

string Adgerd = "nýskrá";
long NumerSendingar = 0;

Stream result = proxy.SendaSkilagrein(Adgerd, ForritUtgafa, KennitalaGreidanda, null, NumerSendingar,
                                                             Tekjuar,Timabil ,Veflykill, inputStream);

Vefþjónustuaðgerð: FaStodu

 

Þessi aðgerð er notuð til að fá upplýsingar um stöðu sendingarinnar. Hún skilar svari sem er ýmist stutt eða langt. Ef engar villur eru í vinnslunni og henni hefur lokið eðlilega eru upplýsingar um kröfu til RB ásamt kvittun fyrir móttöku í svarinu.

XML snið fyrir svar:                        FtsSkilagreinSvar

Dæmi um stutt svar.
Dæmi um langt svar.

 Í haus (Soap Header) sendingarinnar skal tilgreina eftirtalin atriði:

 Svæðisheiti  Lýsing svæðis  Athugasemd
KennitalaGreidanda Kennitala greiðanda/sendanda.  
 Veflykill Veflykill frá RSK til auðkenningar og aðgangsstýringar.  
ForritUtgafa Útgáfustrengur kerfis. Úthlutað af RSK í samráði við hugbúnaðarfyrirtæki.
NumerSendingar Númer skilagreinar/sendingar. Einungis tilgreint ef aðgerð er Breyta.

Lýsing á svarinu frá vefþjónustuaðgerðinni er í kaflanum Svar frá SendaSkilagrein og FaStodu.

Svar frá SendaSkilagrein og FaStodu

 

Vefþjónustuaðgerðin SendaSkilagrein skilar alltaf stuttu svari sem inniheldur einungis kaflann Svar með stöðunni Móttekið. Aðgerðin FaStodu skilar löngu svari ef vinnslan er villulaus og hefur lokið eðlilega. XML skjalið með langa svarinu svari inniheldur undirkaflana Svar og Nidurstada. Ef villur eru í sendingunni kemur listi með þeim í stakinu Villubod í svarkaflanum.

XML snið fyrir svar:                        FtsSkilagreinSvar

Dæmi um stutt svar.
Dæmi um langt svar.

 Undirkafli: Svar

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Tokst Aðgerð tókst Þetta er bool gildi og skal innihalda true eða false
DagsMottekid Dagsetning og tími móttöku sendingar  
NumerSendingar Þetta er það númer sem notað er þegar náð er í stöðu sendingar.  
Tekjuar Ártal skilagreinar. Ártalið á við það ár sem greiðslur hafa átt sér stað.  
Timabil Ársfjórðungur skila  
StadaSendingar Staða sendingarinnar Leyfileg gildi eru:
Móttekið, Í vinnslu, Lokið, Hafnað.
DagsAfgreitt Dagsetning og tími loka vinnslu  
Villubod Listi með villuboðum Þetta svæði er endurtekið eins oft og þörf er á (unbounded).

 

Undirkafli: Nidurstada

Kaflinn inniheldur þrjá undirkafla Samtolur, Krafa og PdfKvittun. 

 Kaflinn Samtölur inniheldur undirkaflann Samtals sem inniheldur samtölur sendingarinnar sundurliðaðar eftir tegund.

Kaflinn krafa inniheldur villuboð vegna stofnunar kröfu ásamt bool svæðinu KrafaStofnud. Þegar svæðið KrafaStofnud er false innihalda villuboðin skýringu sem segir til um ástæðuna. Önnur svæði skýra sig sjálf og eru til staðar hvort sem tekist hefur að stofna kröfuna eða ekki.

 Að lokum kemur stakið PdfKvittun en það inniheldur kvittun fyrir móttöku í PDF formi.

 

Vefþjónustuaðgerð: FaYfirlit

 

Aðgerðin tekur auðkenningu og tekjuári og skilar svari samkvæm XML sniði FtsYfirlitSvar.

XML snið fyrir svar:                        FtsYfirlitSvar

 Í haus (Soap Header) sendingarinnar skal tilgreina eftirtalin atriði:

 Svæðisheiti  Lýsing svæðis  Athugasemd
KennitalaGreidanda Kennitala greiðanda/sendanda.  
 Veflykill Veflykill frá RSK til auðkenningar og aðgangsstýringar.  
ForritUtgafa Útgáfustrengur kerfis. Úthlutað af RSK í samráði við hugbúnaðarfyrirtæki.
Tekjuar Ártal  

 

Vefþjónustuaðgerð: FaTegundir

 

Aðgerðin tekur auðkenningu og skilar svari samkvæm XML sniði FtsTegundirSvar.

XML snið fyrir svar:                        FtsTegundirSvar

Í haus (Soap Header) sendingarinnar skal tilgreina eftirtalin atriði:

 Svæðisheiti  Lýsing svæðis  Athugasemd
KennitalaGreidanda Kennitala greiðanda/sendanda.  
 Veflykill Veflykill frá RSK til auðkenningar og aðgangsstýringar.  
ForritUtgafa Útgáfustrengur kerfis. Úthlutað af RSK í samráði við hugbúnaðarfyrirtæki.

 

Vefþjónustuaðgerð: FaTimabil

 

Aðgerðin tekur auðkenningu og ártali og skilar svari samkvæm XML sniði FtsTimabilSvar.

XML snið fyrir svar:                        FtsTimabilSvar

Í haus (Soap Header) sendingarinnar skal tilgreina eftirtalin atriði:

 Svæðisheiti  Lýsing svæðis  Athugasemd
KennitalaGreidanda Kennitala greiðanda/sendanda.  
 Veflykill Veflykill frá RSK til auðkenningar og aðgangsstýringar.  
ForritUtgafa Útgáfustrengur kerfis. Úthlutað af RSK í samráði við hugbúnaðarfyrirtæki.
Tekjuar Ártal  

 

Vefþjónustuaðgerð: TskFaUndanthagur

Kallað er á aðgerðina með kennitölu og veflykli. Skilað er villuboðum ef veflykill er rangur eða ef aðili er ekki skilaskyldur í fjármagnstekjuskatti.

Annars skilar vefþjónustan XML skjali með lista með kennitölum og nöfnum þeirra aðila sem eru undanþegnir fjármagnstekjuskatti samkvæmt lögum nr. 94/1996. Í wsdl vefþjónustunnar má finna svæðisheitin og hvernig viðföng hennar eru uppbyggð.

Þessari fyrirspurn var breytt 3.6.2022 þannig að nú þarf að tilgreina það tímabil sem verið er að vinna með. Þetta skal vera sama tímabil og verið er að skila. Tilgreina þarf tvö svæði:
Tekjuar
Timabil (ársfjórðungur 1 til 4)


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum