Vaxtabætur

Reiknivél vaxtabótaAlmennt

Þeir sem greiða vaxtagjöld af lánum vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota geta átt rétt á vaxtabótum og sama á við um þá sem keypt hafa búseturétt eða eignarhlut í kaupleiguíbúð. Rétturinn stofnast á því ári þegar íbúð eða eignarhluti er keyptur eða bygging er hafin. Vaxtabætur ákvarðast samkvæmt upplýsingum á skattframtali og til að fá vaxtabætur þarf að gera sundurliðaða grein fyrir lánum og vaxtagjöldum.

Fjárhæð vaxtabóta

Eftirfarandi skilyrði verða öll að vera uppfyllt:

 1. Vaxtagjöld séu af lánum vegna kaupa eða byggingar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Ef húsnæði er ekki notað af eiganda vegna sérstakra tímabundinna aðstæðna, s.s. náms, veikinda eða atvinnuþarfa, leiðir það ekki til þess að réttur til vaxtabóta falli sjálfkrafa niður heldur þarf að skoða þau tilvik sérstaklega.
 2. Eigandinn beri ótakmarkaða skattskyldu hér á landi eða hafi hér skattalega heimilisfesti. Menn búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum geta átt rétt til vaxtabóta þegar a.m.k. 75% heildartekna þeirra á tekjuárinu stafa frá Íslandi. Rétturinn er eingöngu til staðar ef þeir hafa nýtt rétt sinn til að vera skattlagðir hér á landi.
 3. Vextir og verðbætur á afborganir á vexti verða að vera greiddir. Ekki nægir að þeir séu gjaldfallnir. Ef afborgunum og vöxtum láns í vanskilum hefur verið breytt í nýtt lán þá telst vera um greiðslu að ræða. Einnig ef frestuðum greiðslum hefur formlega verið bætt við höfuðstól lánsins og þær þannig greiddar.

Ef aðeins hluti láns gengur til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota verður að gera grein fyrir því á framtali. Vextir og verðbætur vegna þess hluta láns sem ekki gekk til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota eru ekki vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta.

Vaxtagjöld af eftirfarandi lánum mynda rétt til vaxtabóta:

 1. Lán vegna kaupa á íbúðarhúsnæði.
 2. Lán vegna byggingar íbúðarhúsnæðis.
 3. Lán frá Íbúðalánasjóði vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði. Vaxtagjöld af sambærilegum lánum frá fjármálafyrirtækjum mynda ekki rétt til vaxtabóta.
 4. Lán sem sannanlega eru tekin til greiðslu á lánum sem notuð voru til öflunar íbúðarhúsnæðis.
 5. Lán vegna kaupa á búseturétti eða eignarhlut í kaupleiguíbúð. Þeir sem keypt hafa eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð eiga rétt á vaxtabótum vegna vaxtagjalda sem innheimt eru með leigugjöldum.

Upplýsingar um lánsveðsvaxtabætur

Eigin not

Réttur til vaxtabóta er bundinn við eignarhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Með eigin notum er átt við að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Sérstakar tímabundnar aðstæður, s.s. nám, veikindi eða atvinnuþarfir, sem valda því að eigandi íbúðarhúsnæðis getur ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiða þó ekki til þess að hann missi sjálfkrafa rétt til vaxtabóta. Með tímabundnum aðstæðum er átt við að eigandi íbúðarhúsnæðis geri líklegt að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eigin nota. Almennt er miðað við að tímabundnar aðstæður vari ekki lengur en þrjú ár, sem þó er heimilt að framlengja í fimm ár þegar sérstaklega stendur á. Það ber undir eiganda að sýna fram á aðstæður af þessu tagi.

Kjósi eigandi að leigja íbúðarhúsnæði sitt út til lengri eða skemmri tíma í stað þess að nýta húsnæðið sjálfur, t.d. þar sem slík ráðstöfun er hagkvæm í fjárhagslegu tilliti, eru skilyrði vaxtabóta almennt ekki fyrir hendi, enda er þá ekki um það að ræða að eigandi geti ekki sjálfur nýtt húsnæðið til íbúðar.

Fleiri en ein íbúð

Réttur til vaxtabóta er bundinn við eina íbúð til eigin nota. Ef skattaðili á fleiri en eina íbúð, þá mynda einungis stofn til vaxtabóta vextir vegna þeirra lána sem tekin hafa verið til öflunar á þeirri íbúð sem hann býr í en ekki af öðru húsnæði sem hann kann að eiga, jafnvel þótt það húsnæði sé nýtt af nánustu ættingjum. Þetta á einnig við um samskattað sambýlisfólk sem á sitt hvora íbúðina. Einungis vaxtagjöld vegna lána sem tilheyra þeirri íbúð sem þau búa í mynda stofn til vaxtabóta.

Frávik frá þessari reglu eru þau að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna lána sem tekin eru vegna húsnæðis sem er í byggingu og ætlað er til eigin nota, þrátt fyrir að hann eigi fyrir húsnæði til eigin nota og njóti vaxtabóta vegna lána sem tengdust öflun þess húsnæðis. Sama getur átt við þegar keypt er eldra húsnæði sem unnið er að standsetningu á í beinu framhaldi af kaupunum. Almenna reglan er sú að réttur til vaxtabóta, vegna húsnæðisins sem eigandinn átti fyrir, fellur niður jafnskjótt og flutt er úr því eða við sölu þess hvort sem fyrr er, enda er það þá ekki lengur til eigin nota.

Réttur til vaxtabóta getur ennfremur haldist vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum óháð byggingarstigi þar sem sala reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Með þessu er átt við almennar aðstæður á fasteignamarkaði sem teljast óvenjulegar en ekki það að illa gangi að selja einstaka eign. Ekki nægir í þessu sambandi að illa gangi að selja íbúð Réttur til vaxtabóta af þessum sökum helst allt að þremur árum og er útleiga íbúðarhúsnæðis heimil án þess að rétturinn skerðist. Ber undir eiganda að sýna fram á að reynt hafi verið að selja og fyrirhugað sé að gera það.

Vaxtabætur á kaupári fasteignar

Við ákvörðun á vaxtabótum vegna þess árs þegar maður aflar sér íbúðarhúsnæðis, en hefur ekki fengið vaxtabætur árið áður, skal reikna vaxtabætur frá og með þeim ársfjórðungi sem fyrsta fasteignaveðlán vegna kaupanna er tekið. Skal hámark vaxtagjalda, tekjuskattsstofn og hámark vaxtabóta þá ákveðið hlutfallslega miðað við það, þ.e. ef keypt er á öðrum ársfjórðungi miðast fjárhæð til útreiknings við 3/4 af ársfjárhæðum o.s.frv.

Flutningur til landsins

Þeir sem bera ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi hluta úr ári, vegna flutnings til landsins, eiga rétt á vaxtabótum vegna þess tíma sem skattskyldan er ótakmörkuð, ef þeir greiða vaxtagjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Vaxtagjöld sem gjaldfalla á dvalartímanum mynda stofn til útreiknings vaxtabóta, enda hafi þau verið greidd. Vaxtagjöld sem gjaldfalla fyrir eða eftir þann tíma mynda ekki stofn til útreiknings vaxtabóta.

Upphaf eða lok hjúskapar/sambúðar

Á því ári sem stofnað er til hjúskapar reiknast vaxtabætur eins og hjá hjónum allt árið þar sem skilyrðin fyrir samsköttun eru uppfyllt í árslok. Sama gildir um sambýlisfólk þar sem skilyrði fyrir samsköttun eru uppfyllt í árslok, óháð því hvort óskað sé samsköttunar. Ennfremur gildir það sama um fólk sem sannanlega er í sambúð og heldur heimili saman, þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt.

Þegar um slit á hjúskap eða sambúð er að ræða reiknast vaxtabætur eftir því hvernig framtalsskilum er háttað, en um tvær leiðir er að velja:

 1. Að skila sameiginlegu framtali fyrir þann tíma ársins sem skilyrði fyrir samsköttun eru uppfyllt en sérframtölum eftir þann tíma.
 2. Að telja fram í sitt hvoru lagi allt árið.

Sé fyrri leiðin valin reiknast vaxtabætur eins og hjá hjónum fyrir þann tíma sem skilyrði samsköttunar voru uppfyllt. Fyrir þann tíma sem skilyrði voru ekki uppfyllt reiknast vaxtabætur eins og hjá einstaklingi eða einstæðu foreldri, eftir því sem við á, hjá þeim sem býr í húsnæðinu.

Ef síðari leiðin er valin reiknast vaxtabæturnar eins og hjúskaparstaðan er í árslok hjá hvoru fyrir sig, án tillits til tekna eða vaxtagjalda fyrrverandi maka. Sameiginleg vaxtagjöld fram að skilnaði eða sambúðarslitum skiptast jafnt.

Andlát maka

Eftir andlát annars hjóna eða annars sambúðaraðila, þegar skilyrði fyrir samsköttun eru uppfyllt, eru eftirfarandi kostir fyrir hendi:

 1. Eftirlifandi maka er heimilt að telja fram tekjur sínar og hins látna á sameiginlegu framtali fyrir andlátsárið.
 2. Eftirlifandi maki getur skilað sameiginlegu framtali fram að andlátsdegi maka en sérframtali eftir það.

Ef seinni kosturinn er valinn miðast útreikningur hjá einstaklingi eða einstæðu foreldri frá andlátsdegi maka til ársloka. Í þessum tilvikum ber einnig að skila sérframtali fyrir dánarbú hins látna frá dánardegi til skiptaloka. Á framtal dánarbúsins færast tekjur og eignir sem tilheyra hinum látna. Hafi eftirlifandi maki leyfi til setu í óskiptu búi er seinni valmöguleikinn ekki fyrir hendi.

Ef eftirlifandi maki situr í óskiptu búi þá er honum ákvarðaðar vaxtabætur sem um hjón væri að ræða næstu fimm ár eftir andlát maka. Taki viðkomandi upp nýja sambúð verður útreikningur vaxtabóta á sama hátt og hjá hjónum eða sambúðarfólki eftir að réttur til samsköttunar skapast.

Skammtímalán

Vaxtagjöld vegna lána til skemmri tíma en tveggja ára mynda stofn til vaxtabóta en einungis:

 • á næstu fjórum árum (tekjuárum) talið frá og með kaupári og er þá miðað við dagsetningu kaupsamnings, eða
 • á næstu sjö árum talið frá og með því ári þegar bygging er hafin eða til og með því ári sem húsnæðið er tekið til íbúðar ef það er síðar.

Vaxtagjöld vegna fasteignaveðskulda og skulda með sjálfskuldarábyrgð við lánastofnanir sem upphaflega voru til tveggja ára eða lengri tíma eru ekki háð þessum tímamörkum.

Skuldbreyting vegna vanskila – frysting láns – frestun

Sem stofn til vaxtabóta teljast gjaldfallin vaxtagjöld sem greidd voru á árinu, þ.e. verðbætur og vextir. Sé samið um breytingu á skilmálum láns sem er í vanskilum, með því að breyta vanskilunum í nýtt lán, telst sá hluti vanskilanna, sem eru vextir og verðbætur, til gjaldfallinna og greiddra vaxtagjalda þegar þeim er bætt við höfuðstól lánsins, ef það er á sama ári og lánin gjaldféllu.

Sé samið um frystingu láns með þeim skilmálum að fresta afborgunum af láninu um tiltekinn tíma, en hækka höfuðstól lánsins árlega um vexti og verðbætur af frestaðri afborgun, telst sú hækkun vera greiðsla á vaxtagjöldum ársins, enda sé þetta gert með formlegum hætti. Upplýsingar um fjárhæð vaxta og verðbóta sem þannig hefur verið bætt við höfuðstól koma fram á yfirliti frá lánveitanda.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Almennt um vaxtabætur – B-liður 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Almennt um vaxtabætur – reglugerð nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta

Búseturéttur - lög nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög

Eignarhald á tveimur íbúðum – 5. gr. reglugerðar nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta

Heimild erlendra búsettra manna til að sæta skattlagningu hér á landi – 70. gr. a laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Heimild til samsköttunar – 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Hverjir bera ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi – 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Kaupleiguíbúðir sem veita rétt til vaxtabóta - 76. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins

Ótakmörkuð skattskylda – 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Skattaleg heimilisfesti – 3. mgr. 69. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Annað

Fyrirframgreiðsla vaxtabóta

Ótakmörkuð skattskylda

Skattaleg heimilisfesti

Reiknivél vaxtabótaFjárhæðir

Hér er að finna reiknivél fyrir vaxtabætur. Með því að tilgreina fjölskyldustöðu og skrá tekjustofn, eignastofn, vaxtagjöld af lánum og eftirstöðvar þeirra í árslok er hægt að reikna út vaxtabætur.

Vaxtabætur í álagningu 2020 vegna vaxtagjalda árið 2019

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 840.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.050.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.260.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8,5% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 5.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 8.000.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 8.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 12.800.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 420.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 525.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 630.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.

Vaxtabætur í álagningu 2019 vegna vaxtagjalda árið 2018

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 840.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.050.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.260.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8,5% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 5.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 8.000.000

Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 8.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 12.800.000

Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 420.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 525.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 630.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.


Vaxtabætur í álagningu 2018 vegna vaxtagjalda árið 2017

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingikr.800.000
  Hjá einstæðu foreldrikr.1.000.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólkikr.1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8,5% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldrikr.4.500.000
Hjá hjónum/sambúðarfólkikr.7.300.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldrikr.7.200.000
Hjá hjónum/sambúðarfólkikr.11.680.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleypingkr.400.000
Fyrir einstætt foreldrikr.500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólkkr.600.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.


Vaxtabætur í álagningu 2017 vegna vaxtagjalda árið 2016

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 800.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.000.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8,5% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 4.500.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 7.300.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 7.200.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 11.680.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 400.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 600.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.

Vaxtabætur í álagningu 2016 vegna vaxtagjalda árið 2015

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 800.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.000.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8,5% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 4.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 6.500.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 6.400.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 10.400.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 400.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 600.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.

Vaxtabætur í álagningu 2015 vegna vaxtagjalda árið 2014

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 800.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.000.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8,5% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 4.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 6.500.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 6.400.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 10.400.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 400.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 600.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.

Vaxtabætur í álagningu 2014 vegna vaxtagjalda árið 2013

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 800.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.000.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8,5% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 4.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 6.500.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 6.400.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 10.400.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 400.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 600.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.

Vaxtabætur í álagningu 2013 vegna vaxtagjalda árið 2012

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 800.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.000.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 4.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 6.500.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 6.400.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 10.400.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 400.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 600.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.

Vaxtabætur í álagningu 2012 vegna vaxtagjalda árið 2011

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 800.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.000.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 4.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 6.500.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 6.400.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 10.400.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 400.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 600.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Sérstök vaxtaniðurgreiðsla

Til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur kemur sérstök niðurgreiðsla vaxta, gjaldárin 2011 og 2012.

Vaxtaniðurgreiðslan er 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. fyrir hjón, sambúðarfólk og einstæða foreldra. Niðurgreiðslan, að viðbættum vaxtabótum, getur þó ekki orðið hærri en vaxtagjöld ársins.

Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd, en eignatengd þannig að niðurgreiðsla til einstaklinga byrjar að skerðast við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr.

Vaxtaniðurgreiðsla til hjóna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra byrjar að skerðast við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr.

Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi, 1. maí og 1. ágúst.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru vaxtabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi.

Vaxtabætur í álagningu 2011 vegna vaxtagjalda árið 2010

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 800.000
  Hjá einstæðu foreldri kr. 1.000.000
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8% af tekjustofni* og er mismunurinn vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 4.000.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 6.500.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 6.400.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 10.400.000
Reiknaðar vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 400.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 600.000

Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Sérstök vaxtaniðurgreiðsla

Til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur kemur sérstök niðurgreiðsla vaxta, gjaldárin 2011 og 2012.

Vaxtaniðurgreiðslan er 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. fyrir hjón, sambúðarfólk og einstæða foreldra. Niðurgreiðslan, að viðbættum vaxtabótum, getur þó ekki orðið hærri en vaxtagjöld ársins.

Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd, en eignatengd þannig að niðurgreiðsla til einstaklinga byrjar að skerðast við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr.

Vaxtaniðurgreiðsla til hjóna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra byrjar að skerðast við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr.

Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi, 1. maí og 1. ágúst.

Vaxtabætur í álagningu 2010 vegna vaxtagjalda árið 2009

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 554.364
  Hjá einstæðu foreldri kr. 727.762
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 901.158

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 6% af tekjustofni* og er mismunurinn vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 7.119.124
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 11.390.599
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 11.390.599
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 18.224.958
Reiknaðar vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 246.944
Fyrir einstætt foreldri kr. 317.589
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 408.374

Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 900 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning vaxtabóta.

Vaxtabætur í álagningu 2009 vegna vaxtagjalda árið 2008

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 554.364
  Hjá einstæðu foreldri kr. 727.762
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 901.158

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 6% af tekjustofni* og er mismunurinn vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 7.119.124
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 11.390.599
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 11.390.599
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 18.224.958
Reiknaðar vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 246.944
Fyrir einstætt foreldri kr. 317.589
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 408.374

Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 900 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum.

 

Vaxtabætur í álagningu 2008 vegna vaxtagjalda árið 2007

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 5% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 524.469
  Hjá einstæðu foreldri kr. 688.517
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 852.562

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 6% af tekjustofni* og er mismunurinn vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 7.119.124
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 11.390.599
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 11.390.599
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 18.224.958
Reiknaðar vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 179.713
Fyrir einstætt foreldri kr. 231.125
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 297.194

Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 655 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum.

 

Vaxtabætur í álagningu 2007 vegna vaxtagjalda árið 2006

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

 1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
 2. 5% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
 3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
  Hjá einhleypingi kr. 494.782
  Hjá einstæðu foreldri kr. 649.544
  Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 804.304

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 6% af tekjustofni* og er mismunurinn vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 4.838.005
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 8.019.826
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður:
Hjá einhleypingi/einstæðu foreldri kr. 7.740.808
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 12.831.722
Reiknaðar vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 169.541
Fyrir einstætt foreldri kr. 218.042
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 280.372

Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 618 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum.

Spurt og svarað

Af hverju hafa vaxtabæturnar mínar lækkað svona mikið frá því á síðasta ári þótt ekkert hafi breyst hjá mér?

Þrennt hefur áhrif á fjárhæð vaxtabóta:


 • Fjárhæð vaxtagjalda
 • Tekjur
 • Eignir


Gera verður ráð fyrir að þegar þú segir að ekkert hafi breyst hjá þér þá sértu að vísa til þess að hvorki tekjur né afborganir af lánum hafi tekið breytingum að neinu ráði milli ára. Við slíkar aðstæður er algengasta skýringin sú að fasteignamat eigna hafi hækkað á milli ára, en líkt og að framan er rakið hefur eignastaða (eignir að frádregnum skuldum) áhrif á útreikning vaxtabóta.

Hafa verður jafnframt í huga að hámarksfjárhæð vaxtabóta og hámark vaxtagjalda tekur almennt breytingum milli ára, auk þess sem áhrif eigna kann að taka breytingum.

Hægt er að reikna út fjárhæð vaxtabóta með reiknivél á vef ríkisskattstjóra.

Reiknivél


Á álagningarseðli kemur fram hvaða forsendur liggja að baki útreikningi hjá hverjum og einum og áhrif þeirra á niðurstöðu útreiknings.

Hvaða reglur gilda um útreikning á vaxtabótum vegna búseturéttar eða eignarhlutar í kaupleiguíbúð?

Þeir sem keypt hafa búseturétt eða eignarhlut í kaupleiguíbúð eiga rétt á vaxtabótum vegna vaxtagjalda sem innheimt eru með leigugjöldum, auk vaxtagjalda vegna lána sem tekin eru vegna kaupa á búseturétti eða eignarhlut.

Séu þessar upplýsingar ekki áritaðar þarf leigutaki að snúa sér til leigusala og fá eyðublað RSK 3.08 útfyllt og láta það fylgja með skattframtali. Vaxtagjöld samkvæmt eyðublaðinu færast í reit 166 og eftirstöðvar skulda í reit 167.

Eyðublöð 
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum