Ökutæki

Greiða ber í ríkissjóð aðflutningsgjöld af skráningarskyldum ökutækjum, jafnt nýjum sem notuðum. Aðflutningsgjöldin eru til dæmis vörugjald, úrvinnslugjald og virðisaukaskattur. Sérstakar reglur gilda um ökutæki ferðamanna sem koma tímabundið til landsins, ökutæki sem flutt eru inn með búslóð og rafmagnsbifreiða.


Gjöld af ökutækjum

Greiða ber í ríkissjóð vörugjald af skráningarskyldum ökutækjum, jafnt nýjum sem notuðum. Gjaldskyldan nær jafnt til ökutækja sem flutt eru til landsins eða framleidd eru hér á landi, unnið er að eða sett eru saman hér á landi.

Lesa meira

Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbifreiða

Tímabundið skal fella niður virðisaukaskatt að ákveðnu hámarki við innflutning rafmagnsbifreiða. Niðurfelling virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar gildir til 31.12.2023 óháð fjölda bifreiða.

Lesa meira

Nýtt eða notað ökutæki keypt til landsins

Greiða ber aðflutningsgjöld af ökutækjum við innflutning. Aðflutningsgjöldin eru: vörugjald, úrvinnslugjald og virðisaukaskattur.

Lesa meira

Ökutæki flutt inn með búslóð

Við fullnaðartollafgreiðslu ökutækja þarf að greiða lögboðin aðflutningsgjöld. Heimilt er þó að fresta innheimtu vörugjalds af ökutæki þess sem flytur hingað til lands til varanlegrar búsetu í allt að einn mánuð frá komudegi flutningsfars til landsins.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum