Nýtt eða notað ökutæki keypt til landsins

Skilyrði fyrir tollafgreiðslu skráningarskylds ökutækis er að ökutækið hafi verið forskráð (fengið fastnúmer) hjá Samgöngustofu. Innflytjanda ber því að snúa sér til Samgöngustofu áður en farið er fram á tollafgreiðslu skráningarskylds ökutækis, upplýsingar um skráningu ökutækja er að finna á vef Samgöngustofu.

Aðflutningsgjöld af ökutækjum eru greidd af tollverði (innkaupsverði, flutningsgjaldi og flutningstryggingu) ökutækisins. 

Aðflutningsgjöldin eru: 

  • vörugjald
  • úrvinnslugjald á rafgeyma og hjólbarða sem fylgja ökutækinu
  • virðisaukaskattur

Reiknivél til að reikna gjöld sem greiða þarf við innflutning á helstu gerðum ökutækja

Á sum ökutæki eru ekki lögð vörugjöld. Í slíkum tilvikum þarf aðeins að greiða 24% virðisaukaskatt auk úrvinnslugjalds, nema það sé sérstaklega undanskilið.

Ákveðnir aðilar geta sótt um lækkun vörugjalds til dæmis ökukennarar, leigubílstjórar, björgunarsveitir og fleiri.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum