Vanskil
Það er hagur gjaldanda að greiða skattskuldir sínar sem fyrst til að koma í veg fyrir kostnað við innheimtuaðgerðir og dráttarvexti sem leggjast á kröfuna við vanskil. Bent er á að kostnaður vegna innheimtu er óafturkræfur, gjaldandi ber þann kostnað jafnvel þó um innheimtu áætlaðra skatta og gjalda sé að ræða.