Saga tolla á Íslandi
Embætti tollstjóra í Reykjavík var stofnað 1929
þegar lögreglustjóraembættinu í Reykjavík var skipt upp og tollheimta og
tolleftirlit falið tollstjóraembættinu en lögreglumálefni lögreglustjóra.
Tollstjóraembættið hefur tekið ýmsum breytingum frá stofnun þess 1929, bæði að
því er verkefni og skipulag snertir. Í upphafi lutu verkefni þess fyrst og
fremst að umdæmi Reykjavíkur en stjórnsýslumörk þess áttu síðar eftir að
breytast.