Saga tolla á Íslandi

Mynd af tollhúsinu Tryggvagötu 19Embætti tollstjóra í Reykjavík var stofnað 1929 þegar lögreglustjóraembættinu í Reykjavík var skipt upp og tollheimta og tolleftirlit falið tollstjóraembættinu en lögreglumálefni lögreglustjóra. Tollstjóraembættið hefur tekið ýmsum breytingum frá stofnun þess 1929, bæði að því er verkefni og skipulag snertir. Í upphafi lutu verkefni þess fyrst og fremst að umdæmi Reykjavíkur en stjórnsýslumörk þess áttu síðar eftir að breytast. 


Annáll tollasögu

Upphaf tollheimtu á Íslandi má rekja allt til ársins 1872 þegar í gildi gekk konungleg tilskipun um innheimtu tolls af áfengum drykkjum öðrum en áfengu öli. Þá annaðist bæjarfógetaembættið í Reykjavík tollheimtuna.

Lesa meira

Saga embættis tollstjóra

Embætti tollstjóra í Reykjavík var stofnað 1929 þegar lögreglustjóraembættinu í Reykjavík var skipt upp og tollheimta og tolleftirlit falið tollstjóraembættinu en lögreglumálefni lögreglustjóra. Frá því að Ísland öðlaðist fjárhagslegt sjálfstæði frá danska konungsveldinu 1872 hafði innheimta tolla hins vegar verið í höndum bæjarfógeta og síðar lögreglustjóraembættisins í Reykjavík.

Lesa meira

Tollminjasafn

Tollminjasafn Íslands var stofnað 1. mars 2007 og er til húsa í Tollhúsinu að Tryggvagötu 19. Í samþykktum fyrir safnið kemur fram að hlutverk þess sé að safna, varðveita, skrá og rannsaka tollminjar. Sérstök áhersla skal lögð á muni, klæðnað og bækur sem tengjast tollstjóraembættum auk smyglvarnings og annars áhugaverðs sem tengist starfi tollvarða og tollstarfsmanna.

Lesa meira

Tollhúsið

Í janúar 1967 gerðu hafnarstjórinn í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík með sér leigusamning til 50 ára um 4.846,3m² (fermetra) lóð norðan Tryggvagötu, milli Naustanna og Pósthússtrætis, til þess að reisa á henni tollstöð.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum