Umhverfis- og loftslagsstefna Skattsins
Stefna Skattsins er að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum með því að lágmarka eins og kostur er, neikvæð umhverfis- og loftslagsáhrif sem hljótast af starfsemi stofnunarinnar. Sjálfbær þróun verður höfð að leiðarljósi í allri starfsemi Skattsins.
Til þess að ná markmiðum sínum mun Skatturinn leggja áherslu á að:
- innkaup verði byggð á stefnu stjórnvalda um vistvæn innkaup.
- stofnunin haldi grænt bókhald og birti niðurstöður ár hvert.
- stofnunin gangist undir Græn skref og viðhaldi þeim kröfum sem þau gera til starfseminnar.
- neikvæðum umhverfis- og loftslagsáhrifum vegna notkunar á samgöngutækjum á vegum Skattsins verði lágmörkuð. Hlutdeild vistvænna bifreiða í bílaflota stofnunarinnar verði aukin þar til allur bílaflotinn keyri um á vistvænni orku.
- allur úrgangur og rusl sem til fellur við starfsemi stofnunarinnar verði flokkaður og skilað til endurnýtingar ef við á og spilliefnum verði skilað til viðurkenndra móttökuaðila.
- kolefnisjafna losun með ábyrgum hætti.
- varðveisla skjala stofnunarinnar verði á vistvænu formi.
- starfsfólk verði hvatt til þess að tileinka sér vistvænar samgöngur til og frá vinnu.
- starfsfólk og stjórnendur verði upplýstir um umhverfis- og loftslagsmál og upplýsingum þar að lútandi reglulega miðlað til þeirra.
Stefnan samþykkt af framkvæmdastjórn 27.08.2021