Útibú erlendra félaga á Íslandi

Útibú erlendra félaga eru skráð hjá fyrirtækjaskrá. Skila þarf inn nauðsynlegum gögnum til fyrirtækjaskrár og greiða skráningargjald. Hægt er að greiða með reiðufé, debetkorti eða leggja inn á reikning (sjá gjaldskrá).

Afgreiðslutími umsóknar um skráningu útibús erlends félags er almennt um tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til fyrirtækjaskrár séu þau fullnægjandi og greiðsla (eða greiðslukvittun) fylgir með gögnunum. Hægt er að senda skannað afrit af stofngögnum á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af gögnum.

Erlent félag sem vill stofna útibú á Íslandi þarf að koma tilkynningu til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra með eftirfarandi upplýsingum:

1. Heiti útibús Heiti útibúsins skal vera nafn erlenda félagsins að viðbættu: útibú á Íslandi. Dæmi: Ef félag heitir Hydro Pro Ltd., þá verður heiti útibúsins: Hydro Pro Ltd., útibú á Íslandi.
2. Heimilisfang á Íslandi
3. Tilgangur útibúsins
4. Útibússtjóri Nafn, kennitala og heimilisfang.
5. Firmaritun/prókúruumboð Útibússtjóri skuldbindur félagið skv. lögum (sjá 2. mgr. 140. gr. hfl.), en félagsstjórn getur jafnframt veitt prókúruumboð.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram um erlenda félagið sem er stofnandi:
6. Stofnandi Nafn, lögheimili, skráningarnúmer og skráningardagur.
7. Lagalegt form Rekstrarform erlenda félagsins, þ.e. hvort félagið er hlutafélag eða einkahlutafélag.
8. Dagsetning samþykkta
9. Hlutafé
10. Tilgangur
11. Stjórn

Tilkynningu skal senda til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra og skal hún undirrituð af útibússtjóra.

Eftirfarandi fylgiskjöl þurfa að fylgja tilkynningunni. Gögnin þurfa að vera á íslensku, ensku, dönsku, sænsku eða norsku, eða þýdd yfir á eitthvert þessara tungumála:

  • Skráningarvottorð, þ.e. staðfesting á skráningu erlenda félagsins í heimalandi þess. Það má ekki vera eldra en þriggja mánaða gamalt.
  • Starfsumboð. Stjórn erlenda félagsins veitir starfsumboð fyrir útibússtjóra auk prókúruumboðs.
  • Ársreikningur, þ.e. síðasti ársreikningur erlenda félagsins.
  • Tilkynning um raunverulega eigendur - RSK 17.27 – Undirrituð af stjórnarmanni, framkvæmdastjóra eða prókúruhafa.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum