Slit samlagsfélags
Félagsmenn þurfa að samþykkja félagsslit á félagsfundi. Í framhaldinu þarf að skila inn til fyrirtækjaskrár tilkynningu um slit samlagsfélags. Tilkynningareyðublöð má nálgast hér og þurfa allir félagsmenn að undirrita tilkynninguna.
Vinsamlegast hafið í huga að til þess að hægt sé að slíta félagi gæti þurft að skila inn eftirfarandi gögnum:
- Afskráningu af launagreiðenda- og/eða virðisaukaskattskrá (sjá eyðublað hér).
- Skattframtölum fyrri ára hafi þeim ekki verið skilað.
- Ársreikningum til ársreikningaskrár beri félaginu að skila ársreikningum til opinberrar birtingar.
Athygli er vakin á því að ábyrgð félagsmanna fellur ekki niður við slit og bera félagsmenn ábyrgð á greiðslu skulda í samræmi við þá ábyrgð sem þeir hafa tekið á sig í félagssamningi.