Skattframtal rekstraraðila RSK 1.04

Almennt

Skattframtal rekstraraðila RSK 1.04 er á þjónustusíðunni skattur.is. Einnig er hægt að nota hugbúnað sem uppfyllir skilyrði í kröfulýsingu Skattsins fyrir rafræn framtalsskil. Slíkur hugbúnaður er aðallega notaður af endurskoðendum, bókurum og öðrum sem atvinnu hafa af framtalsgerð.

Athugið að þessi útgáfa er aðeins fyrir lögaðila. Einstaklingar með eigin atvinnurekstur, sem þurfa að skila RSK 1.04 vegna umfangs hans, nota þá útgáfu sem fylgir netframtali einstaklinga.

Framtalsforrit vegna framtala 2003 og fyrr

Ef nota þarf rafræna útgáfu framtalsins vegna gjaldársins 2003 eða fyrr þarf að fá eldri útgáfu framtalsforrits afhenta hjá tæknideild RSK.  Netframtalið leysti forritið af hólmi frá og með gjaldárinu 2004.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum