Innheimta skatta og gjalda

Skatturinn innheimtir skatta og gjöld fyrir ríkissjóð í umdæmi sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu sem nær yfir Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog.

Embættið hefur einnig eftirlit með og er leiðbeinandi um framkvæmd innheimtumála á landsvísu.

Bankareikningar Skattsins til greiðslu gjalda
Upplýsingagjöf


Bankareikningar

Ef greiða á skuld að fullu er mikilvægt að fá fyrst upplýsingar um nákvæma skuldastöðu, þar sem vextir reiknast daglega.

Lesa meira

Umboð og upplýsingagjöf

Hjá Skattinum er unnið með trúnaðarupplýsingar og er starfsfólk bundið af þagnar- og trúnaðarskyldu. Af því leiðir að gerðar eru ríkar kröfur um öryggi við miðlun upplýsinga og þarf sá sem óskar eftir upplýsingum eða gögnum að sýna fram á með viðeigandi gögnum að hann hafi heimild til þess.

Lesa meira

Innheimtubréf

Almennu innheimtubréfin eru til upplýsingar fyrir skattgreiðendur um stöðu þeirra gagnvart innheimtumanni ríkissjóðs og jafnframt hvatning til þeirra að greiða upp sín vanskil til að koma í veg fyrir íþyngjandi innheimtuaðgerðir.

Lesa meira

Innheimtukostnaður

Við vanskilainnheimtu leggur innheimtumaður ríkissjóðs út fyrir ýmsum kostnaði við innheimtuaðgerðir. Innheimtukostnaðurinn leggst við skuldir gjaldanda.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum