Viltu ganga til liðs við góðan hóp hjá Skattinum?

Mynd af starfsmönnum Skattsins

Starf Umsóknarfrestur Hvar
/ Störf hjá Skattinum 03.12.2024 RSK Ríkisskattstjóri (09210)

Störf hjá Skattinum

Hér er hægt að skrá almenna umsókn fyrir ýmis störf hjá embættinu. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega og þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði. Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf sérstaklega um auglýst störf. Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða.

Helstu verkefni og ábyrgð

Mismunandi eftir störfum.

Hæfnikröfur

Mismunandi eftir störfum.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Önnur störf
 • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélags

Mismunandi eftir störfum.

Nánari upplýsingar veitir

RSK Ríkisskattstjóri (09210)

Laugavegur 166

/ Tollverðir í Keflavík - spennandi störf í lifandi umhverfi 04.10.2022 RSK Tollgæsla - Keflavíkurflugvöllur

Tollverðir í Keflavík - spennandi störf í lifandi umhverfi

Nokkrar stöður tollvarða í Keflavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands. Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi sem henta fólki af öllum kynjum. 

Í tengslum við ráðningu tollvarðar þarf að þreyta inntökupróf/þrekpróf en dagsetning prófsins verður tilkynnt eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið á vefslóðinni https://www.skatturinn.is/um-rsk/tollskoli-rikisins/inntokuprof/inntokuprof. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greining á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnsla gagna.
 • Sérhæfðar leitir, svo sem í bílum, með gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv.
 • Almennt tolleftirlit á vettvangi, svo sem í skipum, flugvélum, bílum, gámum, póstsendingum og með farþegum.

Hæfnikröfur

 • Stúdentspróf eða menntun sem má meta til jafns við það.
 • Greiningarhæfileikar.
 • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
 • Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Almenn ökuréttindi.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Vaktavinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Önnur störf
 • Launaskilmálar: Tollvarðafélag Íslands

Umsækjendur um störf tollvarða þurfa auk ofangreinds að hafa náð 20 ára aldri sem og að geta framvísað hreinu sakavottorði.

Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.

Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. 

Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

 

Nánari upplýsingar veitir

RSK Tollgæsla - Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvelli

/ Tollverðir í Reykjavík - spennandi störf í lifandi umhverfi 04.10.2022 RSK Tollgæsla - Tollstöð Klettagörðum

Tollverðir í Reykjavík - spennandi störf í lifandi umhverfi

Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands. Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi sem henta fólki af öllum kynjum. 

Í tengslum við ráðningu tollvarðar þarf að þreyta inntökupróf/þrekpróf en dagsetning prófsins verður tilkynnt eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið á vefslóðinni https://www.skatturinn.is/um-rsk/tollskoli-rikisins/inntokuprof/inntokuprof. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greining á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnsla gagna.
 • Sérhæfðar leitir, svo sem í bílum, með gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv.
 • Almennt tolleftirlit á vettvangi, svo sem í skipum, flugvélum, bílum, gámum, póstsendingum og með farþegum.

Hæfnikröfur

 • Stúdentspróf eða menntun sem má meta til jafns við það.
 • Greiningarhæfileikar.
 • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
 • Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Almenn ökuréttindi.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Vaktavinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Önnur störf
 • Launaskilmálar: Tollvarðafélag Íslands

Umsækjendur um störf tollvarða þurfa auk ofangreinds að hafa náð 20 ára aldri sem og að geta framvísað hreinu sakavottorði.

Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.

Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. 

Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

 

Nánari upplýsingar veitir

RSK Tollgæsla - Tollstöð Klettagörðum

Klettagarðar 23

/ Sérfræðingur í tollafgreiðsludeild á tollgæslusviði Skattsins 10.10.2022 RSK Tollgæsla - Tollafgreiðsludeild

Sérfræðingur í tollafgreiðsludeild á tollgæslusviði Skattsins

Skatturinn leitar að jákvæðum og þjónustudrifnum einstaklingi til að bætast í frábæran starfsmannahóp innan tollgæslusviðs. Hjá Skattinum starfar hópur hæfileikaríks starfsfólks sem hefur það að markmiði að veita afburða þjónustu til viðskiptavina sinna og standa vörð um hagsmuni almennings og atvinnulífs. 

Hlutverk tollgæslusviðs er að tryggja að farið sé að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum við inn- og útflutning vara, sbr. 40. gr. tollalaga nr. 88/2005. Til að sinna þessu hlutverki hefur tollgæslusvið m.a. eftirlit með inn- og útflutningi á vörum sem og eftirlit með ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu auk eftirlits með flutningi og geymslu á ótollafgreiddum varningi innanlands. Mikilvægt hlutverk sviðsins er að stuðla að framþróun og að tollframkvæmdin verði sem skilvirkust og árangursríkust.

Um er að ræða 100% starfshlutfall á starfsstöð Skattsins að Tryggvagötu 19. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með inn- og útflutningi vörusendinga.
 • Afgreiðsla og upplýsingagjöf til viðskiptavina.
 • Útgáfa vottorða og skírteina.
 • Eftirlit með farmskrá.
 • Önnur tilfallandi verkefni á sviði tollamála.

Hæfnikröfur

 • Stúdentspróf eða samsvarandi menntun.
 • Tollmiðlaranámskeið eða reynsla af tollskýrslugerð er kostur
 • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
 • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
 • Jákvæði og rík þjónustulund.
 • Geta til að vinna undir álagi.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Skrifstofustörf
 • Launaskilmálar: Sameyki

Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is, eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá, auk kynningarbréfs sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir, þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. 

Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið. 

Nánari upplýsingar veitir

RSK Tollgæsla - Tollafgreiðsludeild

Tryggvagata 19Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum