Að hefja rekstur

Þegar farið er af stað með rekstur er margs að gæta. Þær skyldur sem skattalögin leggja rekstraraðilum á herðar eru margvíslegar. Í þessum kafla er farið yfir allar helstu skyldur atvinnurekenda, í skattalegu tilliti, varðandi skráningarskyldu, bókhald og skattskil. 


Nýir í rekstri

Þeir sem stofna til atvinnurekstrar þurfa að kynna sér hvaða skyldur fylgja því að vera með atvinnurekstur. Hvar og hvenær ber að tilkynna um reksturinn, hvaða gögnum á að skila á rekstrarárinu og hvenær verktakagreiðslur til einstaklinga gera viðtakandann að atvinnurekanda.

Lesa meira

Bókhald og tekjuskráning

Þeir sem hafa með höndum atvinnurekstur þurfa að færa bókhald, hvert sem formið á rekstrinum er. Sérhver færsla í bókhaldi skal byggð á áreiðanlegum og fullnægjandi gögnum sem rekja má til viðskiptanna.

Lesa meira

Launagreiðendaskrá

Þeir sem hefja atvinnurekstur skulu tilkynna um það til launagreiðendaskrár ríkisskattstjóra eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hefst. Launagreiðendum er skylt að staðgreiðslu, ásamt tryggingagjaldi, mánaðarlega til innheimtumanns.

Lesa meira

Virðisaukaskattsskrá

Þeim, sem eru að hefja virðisaukaskattsskyldan atvinnurekstur, er skylt að tilkynna um það skriflega til ríkisskattstjóra, eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hefst. Ríkisskattstjóri úthlutar þá umsækjanda virðisaukaskattsnúmeri sem hann notar í rekstri sínum.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum