Útflutningur
Útflutningur fer þannig fram gagnvart tollyfirvöldum að útflytjandi leggur inn útflutningsskýrslu, eyðublað E-2, ásamt fylgiskjölum á útflutningstollstöð. Hafi útflytjandi aðgang að rafrænu tollafgreiðslukerfi getur hann óskað eftir tollmeðferð við útflutning í gegnum SMT- eða VEF-tollafgreiðslu. Tollmeðferðin fer þá fram með skeytasendingum milli tölva.