Útflutningur

Útflutningur fer þannig fram gagnvart tollyfirvöldum að útflytjandi leggur inn útflutningsskýrslu, eyðublað E-2, ásamt fylgiskjölum á útflutningstollstöð. Hafi útflytjandi aðgang að rafrænu tollafgreiðslukerfi getur hann óskað eftir tollmeðferð við útflutning í gegnum SMT- eða VEF-tollafgreiðslu. Tollmeðferðin fer þá fram með skeytasendingum milli tölva.


Um útflutning

Allar vörur sem flytja á frá landinu skulu vera á farmskrá, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Farmflytjandi gefur viðkomandi vörusendingu sérstakt auðkenni, sendingarnúmer. Farmflytjandi á að tilgreina sendingarnúmerið á flutningsgjaldsreikningi eða tilkynningu um vörusendinguna.

Lesa meira

Útflutningsleyfi

Í ákveðnum tilvikum er skylt að afla útflutningsleyfa áður en útflutningur vöru er heimilaður. Vöruútflutningur er almennt frjáls nema annað sé ákveðið í lögum.

Lesa meira

Útflutningsskýrsla

Í útflutningsskýrslu er greint frá því hvaða vara er send frá landinu í tiltekinni sendingu. Sendingin er með ákveðið sendingarnúmer sem skráð er á útflutningsskýrsluna og er einkennistákn hennar. Varan er tollflokkuð í samræmi við ákvæði gildandi tollskrár.

Lesa meira

Sjávarafurðir - leyfisnúmer

Þegar útflutningsskýrsla er skráð ber að tilgreina leyfisnúmer síðasta framleiðanda sjávarafurða í reit 44. Orðið framleiðandi er notað sem samheiti yfir mismunandi fyrirtæki sem hafa veitt eða unnið aflann.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum