Réttindi og skyldur

Tollyfirvöldum er skylt að veita almennar upplýsingar og leiðbeiningar meðal annars um tollskýrslugerð, tollflokkun vöru, ákvörðun tollverðs, gjaldtöku, kæruleiðir og hvaðeina sem lýtur að tollafgreiðslu. Inn- og útflytjendum ber skylda til að leggja fram eða veita skattinum aðgang að gögnum, sé þess óskað og nauðsynlegt þyki. 

Rísi ágreiningur um niðurstöðu eða ákvörðun tollyfirvalda er mögulegt að kæra þá niðurstöðu auk þess sem málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga tryggja réttláta málsmeðferð.


Kæruleiðir - tollamál

Kæruheimildir varðandi ákvarðanir tollyfirvalda eru í tollalögum en einnig má finna í ýmsum öðrum lagabálkum ákvæði þar að lútandi.  Helst má finna slíkt í lögum um úrvinnslugjöld, lögum um virðisaukaskatt og lögum um vörugjöld af ökutækjum. Einnig  gilda almennar málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga um þau mál sem ekki er sérstaklega fjallað í ofangreindum sérlögum. 

Lesa meira

Eftirlit og endurskoðun

Hlutverk tollafgreiðsludeildar er fyrst og fremst afgreiðsla og samtímaeftirlit með tollafgreiðslu vegna komu og brottfarar flutningsfara, innflutnings og útflutnings á vörum og tollafgreiðslu farþega og farmanna

Lesa meira

Upplýsingaskylda

Tollyfirvöldum er skylt að veita almennar upplýsingar og leiðbeiningar meðal annars um tollskýrslugerð, tollflokkun vöru, ákvörðun tollverðs, gjaldtöku, kæruleiðir og hvaðeina sem lýtur að tollafgreiðslu.

Inn- og útflytjendum ber skylda til að leggja fram eða veita skattinum aðgang að gögnum, sé þess óskað og nauðsynlegt þyki til að standa rétt að álagningu aðflutningsgjalda.

Lesa meira

Gjaldskrá þjónustugjalda

Gjaldskrá þessi gildir um gjaldtöku vegna starfsemi tollstjóra sem er gjaldskyld samkvæmt tollalögum nr. 88/2005, með síðari breytingum.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum