Réttindi og skyldur
Tollyfirvöldum er skylt að veita almennar upplýsingar og leiðbeiningar meðal annars um tollskýrslugerð, tollflokkun vöru, ákvörðun tollverðs, gjaldtöku, kæruleiðir og hvaðeina sem lýtur að tollafgreiðslu. Inn- og útflytjendum ber skylda til að leggja fram eða veita skattinum aðgang að gögnum, sé þess óskað og nauðsynlegt þyki.
Rísi ágreiningur um niðurstöðu eða ákvörðun tollyfirvalda er mögulegt að kæra þá niðurstöðu auk þess sem málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga tryggja réttláta málsmeðferð.