Upplýsingaskylda

Tollyfirvöldum er skylt að veita almennar upplýsingar og leiðbeiningar meðal annars um tollskýrslugerð, tollflokkun vöru, ákvörðun tollverðs, gjaldtöku, kæruleiðir og hvaðeina sem lýtur að tollafgreiðslu. Í samræmi við 7. grein stjórnsýslulaga númer 37/1993.

Inn- og útflytjendum ber skylda til að leggja fram eða veita skattinum aðgang að eftirtöldum gögnum, sé þess óskað og nauðsynlegt þyki til að ganga úr skugga um, hvort verð eða önnur atriði í tollskýrslu, vörureikningum eða staðfestingargögnum séu eða hafi verið rétt tilgreind:

  • bókhaldi
  • bókhaldsgögnum
  • bréfum
  • samningum
  • öðrum gögnum er varða tollafgreiðslu vöru eða sendingar

Öllum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta tollyfirvöldum í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau fara fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum