Skattfrádráttur vegna nýsköpunar

Opinber stuðningur við nýsköpunarverkefni

Nýsköpunarverkefni, sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís eiga rétt á sérstökum skattfrádrætti vegna nýsköpunar. Með opinberum stuðningi er átt við skattfrádrátt og styrki frá opinberum aðilum, samanlagt. Njóti verkefnið opinberra styrkja hafa þeir áhrif á fjárhæð skattfrádráttar. Hér er að finna þær reglur sem gilda um opinberan stuðning við nýsköpunarverkefni.

Styrkhæfur kostnaður

Styrkhæfur kostnaður, til útreiknings á skattfrádrætti gjaldárið 2020, getur numið allt að 600 milljónum króna vegna rekstrarkostnaðar og allt að 900 milljónum króna vegna rannsóknar- eða þróunarvinnu sem keypt er af ótengdum aðila.  Gera á grein fyrir útlögðum kostnaði og fengnum styrkjum með skattframtali.  NB. Gjaldárið 2016 og fyrr voru þessar fjárhæðir 100 og 150 milljónir kr. og gjaldárin 2017-2019 voru þær 300 og 450 milljónir kr.

Á gjaldárunum 2021, 2022, 2024 og 2025 vegna rekstraráranna 2020, 2021, 2023 og 2024 verður hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti 1.100.000.000 kr., þar af er heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- og þróunarvinnu. 

Á gjaldárinu 2023 vegna rekstrarársins 2022 verður hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti 1.000.000.000 kr., þar af er heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- og þróunarvinnu.

Hvaða rekstrarkostnaður er styrkhæfur?

  1. Starfsmannakostnaður (vísindamenn, tæknimenn og annað aðstoðarfólk sem vinnur að rannsóknarverkefninu).
  2. Kostnaður við tæki og búnað að því marki og í þann tíma sem þau eru notuð við rannsóknarverkefnið. Ef fyrrgreind tæki og búnaður eru ekki notuð allan endingartíma sinn við rannsóknarverkefnið telst aðeins afskrifaður kostnaður, sem samsvarar þeim tíma sem rannsóknarverkefnið varir og er reiknaður á grundvelli góðra reikningsskilavenja.
  3. Kostnaður tengdur byggingum og landi, að því marki og í þann tíma sem þau eru notuð við rannsóknarverkefnið, telst, að því er varðar byggingar, aðeins afskrifaður kostnaður sem samsvarar þeim tíma sem rannsóknarverkefnið varir og er reiknaður á grundvelli góðra reikningsskilavenja. Að því er varðar land er útlagður kostnaður við afsal eða fjármagnskostnaður, sem stofnað er til í reynd.
  4. Kostnaður í tengslum við samningsbundnar rannsóknir, tækniþekkingu og einkaleyfi, sem keypt eru, eða leyfi sem eru fengin frá utanaðkomandi aðilum á markaðsverði í viðskiptum ótengdra aðila og ekkert samráð á sér stað, sem og kostnaður vegna ráðgjafar og sambærilegrar þjónustu sem er eingöngu nýtt í tengslum við rannsóknarstarfsemina.
  5. Annar kostnaður sem stofnað er til beint vegna rannsóknarverkefnisins.
  6. Annar rekstrarkostnaður, þar með talinn efniskostnaður, kostnaður við birgðir og þess háttar sem stofnað er til í beinum tengslum við rannsóknarstarfsemina.

Reiknaður skattfrádráttur

Skattfrádráttur nemur 20% af styrkhæfum kostnaði og getur því að hámarki orðið 120 milljónir króna vegna rekstrarkostnaðar eða 180 milljónir króna ef um aðkeypta vinnu er að ræða (gjaldárið 2020). Sé skattfrádráttur hærri en álagður tekjuskattur er mismunurinn greiddur út.  NB. Gjaldárið 2016 og fyrr voru þessar fjárhæðir 20 og 30 milljónir kr. og gjaldárin 2017-2019 voru þær 60 og 90 milljónir kr.

Á gjaldárunum 2021 til 2025 vegna rekstraráranna 2020 til 2024 verða þessi hlutföll 35% í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja.  Hámark skattafrádráttar getur því orðið 385.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 275.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum gjaldárin 2021, 2022, 2024 og 2025

Gjaldárið 2023 vegna rekstrarársins 2022 er hámark skattafrádráttar 350.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 250.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum.

Styrkur frá opinberum aðilum

Njóti verkefni styrkja frá opinberum aðilum hámarkast opinber stuðningur við ákveðið hlutfall af styrkhæfum kostnaði, sbr. töflu yfir hámarksstuðning. Umtalsverðir opinberir fjárstyrkir geta því leitt til lækkunar á skattfrádrætti.

Dæmi: Skattfrádráttur og styrkir frá opinberum aðilum geta samanlagt orðið að hámarki 45% af styrkhæfum kostnaði við þróunarverkefni hjá litlu fyrirtæki (sjá töflu).

Einkaverkefni – aukið styrkhæfi

Ef nýsköpunarfélag stendur fyrir rannsóknarverkefni þar sem niðurstöður verða birtar með almennum hætti og dreift ókeypis, veitir það verkefninu aukið styrkhæfi.

Styrkhæfi - hámark opinbers stuðnings

 

Rannsóknarverkefni

 Þróunarverkefni

Stærð fyrirtækis 

Almennt

Aukið

Almennt

Aukið

Lítið

70%

 80%

45% 

 60%

 Meðalstórt

60%

75%

35%

50%

 Stórt

50%

65%

25%

40%

Samstarfsverkefni

Til að nýsköpunarverkefni geti talist samstarfsverkefni þarf það að vera í eigu tveggja eða fleiri óskyldra aðila. Reglur um styrkhæfan kostnað gilda fyrir verkefnið í heild en skattfrádrætti er skipt milli fyrirtækjanna sem taka þátt í því. Skrá yfir alla eigendur verkefnis skal fylgja skattframtali á eyðublaðinu RSK 4.22, Nýsköpun – samstarfsverkefni.

Samstarfsverkefni – aukið styrkhæfi

Samstarfsverkefni nýtur aukins styrkhæfis ef eitthvert eftirtalinna skilyrða er uppfyllt:

Að verkefnið feli í sér samvinnu í það minnsta eins lítils eða eins stórs fyrirtækis, eða samstarf yfir landamæri við félag í öðru EES landi og að ekkert fyrirtæki fari með meira en 70% af styrkhæfum kostnaði.

Að verkefnið feli í sér samstarf við rannsóknarstofnun sem fer með a.m.k. 10% hlut og hefur rétt til að birta niðurstöður verkefnisins.

Að um sé að ræða rannsóknarverkefni þar sem niðurstöður verða birtar með almennum hætti og dreift ókeypis.

Að umsækjandi sé stórt fyrirtæki sem vinnur verkefni í samvinnu við að minnsta kosti eitt lítið eða eitt stórt fyrirtæki, eða að verkefnið sé samstarf yfir landamæri við félag í öðru EES landi.

Stærð fyrirtækja

Lítið fyrirtæki

Fyrirtæki sem er með færri en 50 starfsmenn og er með árlega veltu undir 10 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 10 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014 frá 17. júní 2014.

Meðalstórt fyrirtæki

Fyrirtæki sem er með á bilinu 50–250 starfsmenn og er með árlega veltu undir 50 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 43 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014.

Stórt fyrirtæki

Fyrirtæki sem er með fleiri en 250 starfsmenn, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014.

Skilgreining laga 152/2009 með tilvísun í framangreindan viðauka felur í sér að horfa þarf til allrar samstæðunnar þegar stærð fyrirtækjanna er ákvörðuð, ekki bara umsóknarfyrirtækisins (dótturfélag) hér á landi. Sjá nánar:

Opna reglugerð

Nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hafa styrk

Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, skal ríkisskattstjóri birta upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hefur staðfestingu á verkefni sínu af hálfu Rannís ef fjárhæð skattafrádráttarins er yfir tilteknum mörkum. Frá og með árinu 2019 er miðað við fjárhæð skattafrádráttar yfir 500.000 evrur á ári.

Skattafrádráttur 2024

Kennitala Nafn Rannsóknar- og þróunarstyrkur Atv.gr.nr. Atvinnugrein lýsing
6806062420 Nox Medical ehf. 385.000.000 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
6401140100 EpiEndo Pharmaceuticals ehf. 385.000.000 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6809121490 SidekickHealth ehf. 385.000.000 86.90.9 Önnur ótalin heilbrigðisþjónusta
4910023280 Coripharma ehf. 354.517.786 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
5609131090 DTE ehf. 338.395.182 71.12.1 Starfsemi verkfræðinga
5912180770 Lucinity ehf. 302.695.682 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5306122600 Travelshift ehf. 296.418.090 79.90.0 Önnur bókunarþjónusta og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu
6407070540 Marel Iceland ehf. 275.000.001 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
6711060670 Össur Iceland ehf. 275.000.001 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
4506973469 CCP ehf. 275.000.000 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6706050780 Controlant hf. 275.000.000 26.51.0 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu
7101130410 Alvotech hf. 275.000.000 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
6106130550 Flekaskil ehf. 261.777.428 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5805220330 Running Tide Iceland ehf. 251.559.122 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5802100900 NetApp Iceland ehf. 234.805.703 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5302922079 Origo hf. 230.404.673 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
5902697199 Advania Ísland ehf. 222.452.333 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6703982859 Pollard Digital Solutions ehf. 202.150.429 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
6509972559 Tern Systems ehf. 201.808.750 62.01.0 Hugbúnaðargerð
7008070530 LS Retail ehf. 200.647.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6307180740 GRID ehf. 190.872.414 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4512012390 Annata hf. 184.864.302 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6309141080 Klappir Grænar Lausnir hf. 178.464.129 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4809043030 Dohop ehf. 177.803.297 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5009190940 Treble Technologies ehf. 176.777.862 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6607170990 CCP Platform ehf. 173.688.028 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5509160450 Myrkur Games ehf. 169.906.536 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5303060540 CRI hf. 160.210.611 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6611091570 Kaptio ehf. 158.039.727 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
6907982479 AGR Dynamics ehf. 152.242.347 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6701151270 Directive Games North ehf. 151.503.100 74.10.0 Sérhæfð hönnun
6410032630 Oculis ehf. 150.565.472 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
4910141130 Sólfar Studios ehf. 147.112.306 62.01.0 Hugbúnaðargerð
7108152830 1939 Games ehf. 135.592.054 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6812180680 Smitten ehf. 134.424.970 73.11.0 Auglýsingastofur
6009132550 Solid Clouds hf. 132.737.679 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
5507150900 Activity Stream ehf. 127.816.032 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6102962979 Trackwell hf. 123.356.925 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6504171510 First Water hf. 121.767.225 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó
6304210980 Sæbýli rekstur ehf. 120.735.136 03.22.0 Eldi og ræktun í ferskvatni
4202013540 ORF Líftækni hf. 120.571.967 72.11.0 Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni
5310220840 Carbfix hf. 118.007.750 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6203901009 Men and Mice ehf. 116.499.851 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6711181110 Asana Software Iceland ehf. 112.498.861 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4312150630 Arctic Therapeutics ehf. 110.963.295 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6102050890 Genís hf. 110.148.921 72.11.0 Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni
5208192150 AviLabs ehf. 105.782.240 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5110180130 Jiko Technologies Europe ehf. 104.541.150 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6611962119 Hugvit hf. 99.717.119 58.29.0 Önnur hugbúnaðarútgáfa
4907130500 Kvikna Medical ehf. 97.861.123 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
4503100850 AwareGO ehf. 97.628.790 58.11.0 Bókaútgáfa
5908201480 Empower ehf. 95.964.595 96.09.0 Önnur ótalin þjónustustarfsemi
4409140630 Laki Power ehf. 92.331.583 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6606143460 Nanitor ehf. 89.585.425 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5511171540 Neckcare Holding ehf. 87.445.412 74.90.0 Önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi
5901091420 Kóði ehf. 85.428.150 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4509131380 Vivaldi Technologies ehf. 85.372.963 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4309120380 Gangverk ehf. 83.501.950 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6104211130 Quest Portal ehf. 82.381.354 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6603092170 Corivo ehf. 82.141.626 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4904024110 50skills ehf. 81.781.902 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5811051690 Rafnar ehf. 80.967.915 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
7001180450 PayAnalytics ehf. 80.251.150 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5403172080 Taktikal ehf. 79.856.860 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6605211270 Laxey ehf. 78.555.239 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó

Skattafrádráttur 2023

Kennitala Nafn Rannsóknar- og þróunarstyrkur Atv.gr.nr. Atvinnugrein lýsing
6806062420 Nox Medical ehf. 350.000.000 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
6401140100 EpiEndo Pharmaceuticals ehf. 350.000.000 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6504171510 Landeldi hf. 350.000.000 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó
6809121490 SidekickHealth ehf. 350.000.000 86.90.9 Önnur ótalin heilbrigðisþjónusta
4910023280 Coripharma ehf. 347.067.903 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
5912180770 Lucinity ehf. 266.484.627 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5306122600 Travelshift ehf. 258.180.307 79.90.0 Önnur bókunarþjónusta og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu
5302922079 Origo hf. 250.000.000 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
4506973469 CCP ehf. 250.000.000 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6407070540 Marel Iceland ehf. 250.000.000 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
6607170990 CCP Platform ehf. 250.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6706050780 Controlant hf. 250.000.000 26.51.0 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu
6711060670 Össur Iceland ehf. 250.000.000 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
7008070530 LS Retail ehf. 250.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
7101130410 Alvotech hf. 250.000.000 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
4711190910 Eignarhaldsfélagið Carbfix ohf. 237.464.200 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
5609131090 DTE ehf. 205.474.815 71.12.1 Starfsemi verkfræðinga
6307180740 GRID ehf. 201.083.373 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5902697199 Advania Ísland ehf. 192.387.781 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6703982859 Pollard Digital Solutions ehf. 183.976.871 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
5303060540 CRI hf. 181.889.853 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6203901009 Men and Mice ehf. 181.378.539 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6509972559 Tern Systems ehf. 173.199.596 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4512012390 Annata hf. 161.835.043 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
4503100850 AwareGO ehf. 159.244.283 58.11.0 Bókaútgáfa
4910141130 Sólfar Studios ehf. 153.875.321 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6309141080 Klappir Grænar Lausnir hf. 144.403.332 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6410032630 Oculis ehf. 140.753.058 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6106130550 Flekaskil ehf. 139.320.090 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6907982479 AGR Dynamics ehf. 130.601.752 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5509160450 Myrkur Games ehf. 129.765.374 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5507150900 Activity Stream ehf. 129.500.804 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6009132550 Solid Clouds hf. 128.618.956 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
6012050330 Five Degrees ehf. 124.567.334 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5402062010 Festi hf. 121.758.948 47.19.0 Önnur blönduð smásala
6701151270 Directive Games North ehf. 114.056.335 74.10.0 Sérhæfð hönnun
4202013540 ORF Líftækni hf. 111.419.902 72.11.0 Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni
6102962979 Trackwell hf. 108.552.254 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6611091570 Kaptio ehf. 108.490.075 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
5009190940 Treble Technologies ehf. 102.861.033 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4907130500 Kvikna Medical ehf. 102.734.205 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
6611962119 Hugvit hf. 98.670.587 58.29.0 Önnur hugbúnaðarútgáfa
4309120380 Gangverk ehf. 95.868.895 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5007171730 Hárækt ehf. 91.171.380 01.13.9 Ræktun á öðru ótöldu grænmeti, rótum og hnýði
7108152830 1939 Games ehf. 89.828.722 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
5901091420 Kóði ehf. 86.860.720 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6307190700 Ripple Research & Developme ehf. 84.623.203 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6102050890 Genís hf. 82.703.982 72.11.0 Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni
4409140630 Laki Power ehf. 82.064.508 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5208192150 AviLabs ehf. 80.926.300 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6304210980 Sæbýli rekstur ehf. 80.628.084 03.22.0 Eldi og ræktun í ferskvatni
6711181110 Asana Software Iceland ehf. 79.109.329 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5511171540 Neckcare Holding ehf. 77.845.600 74.90.0 Önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi
5711150690 atNorth ehf. 76.977.092 63.11.0 Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi
6812180680 Smitten ehf. 76.544.507 73.11.0 Auglýsingastofur
4212190520 BEEDLE ehf. 75.013.812 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4509131380 Vivaldi Technologies ehf. 74.173.485 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6104211130 Quest Portal ehf. 73.565.148 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4312150630 Arctic Therapeutics ehf. 73.059.867 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði

Skattafrádráttur 2022

Kennitala NafnRannsóknar- og þróunarstyrkur Atv.gr.nr. Atvinnugrein lýsing
6706050780 Controlant hf. 385.000.000 26.51.0 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu
4910023280 Coripharma ehf. 341.841.731 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
7008070530 LS Retail ehf. 339.946.261 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6809121490 SidekickHealth ehf. 335.401.817 86.90.9 Önnur ótalin heilbrigðisþjónusta
6401140100 EpiEndo Pharmaceuticals ehf. 330.541.750 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6806062420 Nox Medical ehf. 315.863.467 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
4506973469 CCP ehf. 275.000.000 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
5302922079 Origo hf. 275.000.000 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6607170990 CCP Platform ehf. 275.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6711060670 Össur Iceland ehf. 275.000.000 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
7101130410 Alvotech hf. 275.000.000 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
6407070540 Marel Iceland ehf. 236.913.279 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
5609131090 DTE ehf. 190.676.701 71.12.1 Starfsemi verkfræðinga
7011171230 VAXA Technologies Iceland ehf. 184.920.607 10.20.9 Önnur ótalin vinnsla fiskafurða, krabbadýra og lindýra
5303060540 CRI hf. 183.778.352 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5306122600 Travelshift ehf. 170.633.446 79.90.0 Önnur bókunarþjónusta og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu
5912180770 Lucinity ehf. 170.172.232 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6307180740 GRID ehf. 156.757.151 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6203901009 Men and Mice ehf. 154.088.712 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4503100850 AwareGO ehf. 150.800.644 58.11.0 Bókaútgáfa
6509972559 Tern Systems ehf. 137.885.678 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5507150900 Activity Stream ehf. 131.027.213 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6703982859 Next Generation Lotteries ehf. 130.099.660 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
6309141080 Klappir Grænar Lausnir hf. 111.662.715 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6301150860 Tempo ehf. 109.616.614 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
4809043030 Dohop ehf. 108.862.903 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6907982479 AGR Dynamics ehf. 108.533.438 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6611091570 Kaptio ehf. 106.141.931 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
6410032630 Oculis ehf. 105.600.702 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6009132550 Solid Clouds hf. 105.596.419 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
5402062010 Festi hf. 104.742.246 47.19.0 Önnur blönduð smásala
4910141130 Sólfar Studios ehf. 97.209.231 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6102962979 Trackwell hf. 94.272.280 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4506200330 Sling ehf. 85.545.075 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4907130500 Kvikna Medical ehf. 85.505.281 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
7108152830 1939 Games ehf. 82.455.374 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6611962119 Hugvit hf. 82.284.980 58.29.0 Önnur hugbúnaðarútgáfa
5901091420 Kóði ehf. 82.250.935 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5902697199 Advania Ísland ehf. 81.745.054 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6102050890 Genís hf. 81.143.312 72.11.0 Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni
4202013540 ORF Líftækni hf. 80.883.114 72.11.0 Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni
4711943289 Héðinn hf. 78.904.242 25.62.0 Vélvinnsla málma
6510070620 KERECIS hf. 75.534.564 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
6701151270 Directive Games North ehf. 75.529.264 74.10.0 Sérhæfð hönnun

Skattafrádráttur 2021

Kennitala Nafn Rannsóknar- og þróunarstyrkur Atv.gr.nr. Atvinnugrein lýsing
7008070530 LS Retail ehf. 317.308.799 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5302922079 Origo hf. 275.000.001 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6711060670 Össur Iceland ehf. 275.000.001 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
4506973469 CCP ehf. 275.000.000 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6607170990 CCP Platform ehf. 275.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
7101130410 Alvotech hf. 275.000.000 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
6407070540 Marel Iceland ehf. 263.219.052 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
6706050780 Controlant hf. 245.468.535 26.51.0 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu
4910023280 Coripharma ehf. 241.286.366 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
6806062420 Nox Medical ehf. 239.346.006 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
6301150860 Tempo ehf. 217.848.366 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
6401140100 EpiEndo Pharmaceuticals ehf. 162.942.198 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5303060540 CRI hf. 147.724.946 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
7004982209 Skaginn ehf. 143.782.734 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
6410032630 Oculis ehf. 141.852.657 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5507150900 Activity Stream ehf. 137.578.574 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5306122600 Guide to Iceland ehf. 131.505.797 79.90.0 Önnur bókunarþjónusta og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu
6809121490 SidekickHealth ehf. 125.084.723 86.90.9 Önnur ótalin heilbrigðisþjónusta
4711943289 Héðinn hf. 124.141.743 25.62.0 Vélvinnsla málma
5411850389 Brim hf. 121.595.973 10.20.1 Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
6611091570 Kaptio ehf. 120.863.048 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
4503100850 AwareGO ehf. 116.869.528 58.11.0 Bókaútgáfa
7011171230 VAXA Technologies Iceland ehf. 115.949.721 10.20.9 Önnur ótalin vinnsla fiskafurða, krabbadýra og lindýra
6203901009 Men and Mice ehf. 113.439.521 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6307180740 GRID ehf. 107.404.580 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5711150690 Advania Data Centers ehf. 102.449.529 63.11.0 Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi
5204943329 3X Technology ehf. 101.437.553 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
4809043030 Dohop ehf. 99.220.723 63.11.0 Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi
6309141080 Klappir Grænar Lausnir hf. 98.565.669 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5609131090 DT Equipment ehf. 92.450.858 71.12.1 Starfsemi verkfræðinga
6009132550 Solid Clouds ehf. 91.707.469 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
7108152830 1939 Games ehf. 89.136.880 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
5912180770 Lucinity ehf. 88.204.919 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6406750209 Elkem Ísland ehf. 80.441.900 24.10.0 Framleiðsla á járni, stáli og járnblendi
6106130550 Flekaskil ehf. 79.734.352 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6012050330 Five Degrees ehf. 79.254.293 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5901091420 Kóði ehf. 78.989.170 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5902697199 Advania Ísland ehf. 78.496.355 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni

Skattafrádráttur 2020

Kennitala Nafn Rannsóknar- og þróunarstyrkur Atv.gr.nr. Atvinnugrein lýsing
4506973469 CCP ehf. 180.000.000 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
5302922079 Origo hf. 180.000.000 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6410032630 Oculis ehf. 180.000.000 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6711060670 Össur Iceland ehf. 180.000.000 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
7101130410 Alvotech hf. 180.000.000 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
7008070530 LS Retail ehf. 139.792.037 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5303060540 CRI hf. 137.987.073 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6407070540 Marel Iceland ehf. 130.535.273 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
6806062420 Nox Medical ehf. 129.448.156 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
6301150860 Tempo ehf. 120.000.000 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
6607170990 CCP Development ehf. 120.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6611091570 Kaptio ehf. 109.671.456 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
4906160710 Travelshift ehf. 99.788.049 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4309120380 Gangverk ehf. 82.993.758 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5507150900 Activity Stream ehf. 79.970.220 62.01.0 Hugbúnaðargerð

 

Skattafrádráttur 2019

Kennitala Nafn Rannsóknar- og þróunarstyrkur Atv.gr.nr. Atvinnugrein lýsing 
7101130410 Alvotech hf.  90.000.000 kr.  21.20.0 Lyfjaframleiðsla
6711060670  Össur Iceland ehf.  90.000.000 kr. 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
4506973469  CCP ehf.  90.000.000 kr. 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6607170990 CCP Development ehf.  90.000.000 kr. 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6410032630 Oculis ehf.  90.000.000 kr. 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5411850389 Brim hf.  85.898.599 kr. 10.20.1 Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
6611091570 Kaptio ehf.  79.193.962 kr. 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
6806062420 Nox Medical ehf.  71.194.911 kr. 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar

 

Skattafrádráttur 2018

Kennitala Nafn Rannsóknar- og
þróunarstyrkur
Atv.gr.nr Atvinnugrein lýsing
6711060670 Össur Iceland ehf. 90.000.000 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
7101130410 Alvotech hf. 90.000.000 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
4506973469 CCP hf. 74.164.314 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6806062420 Nox Medical ehf. 65.799.177 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
5507150900 Activity Stream ehf. 63.317.438 62.01.0 Hugbúnaðargerð
4307003080 Mentor ehf. 60.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5303060540 CRI ehf. 60.000.000 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5902697199 Advania Ísland ehf. 60.000.000 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6407070540 Marel Iceland ehf. 60.000.000 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
6703982859 NOVOMATIC Lottery Solutions hf. 60.000.000 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
7008070530 LS Retail ehf. 60.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð

Skattafrádráttur 2017

Kennitala Nafn Rannsóknar- og
þróunarstyrkur
Atv.gr.nr Atvinnugrein lýsing
7101130410 Alvotech hf. 90.000.000 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
4506973469 CCP hf. 77.058.430 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6806062420 Nox Medical ehf. 62.884.549 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
5811051690 Rafnar ehf. 62.811.368 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6002122570 Arctic Smolt hf. 60.000.000 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó
5602710189 Össur hf. 60.000.000 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
5802100900 Greenqloud ehf. 60.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
7008070530 LS Retail ehf. 60.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5902697199 Advania Ísland ehf. 60.000.000 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Skattfrádráttur vegna nýsköpunar  - lög nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki

Birting upplýsinga - 9. gr. reglugerðar 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki

Eyðublöð

Um útlagðan kostnað og fengna styrki: Greinargerð um skattfrádrátt - RSK 4.21.

Skrá yfir eigendur samstarfsverkefni: Nýsköpun - samstarfsverkefni - RSK 4.22.

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum