Tekjuskattur

Tekjuskattur er lagður á tekjuskattsstofn lögaðila og ákvarðast sem tekjur að teknu tilliti til þess frádráttar sem þessum aðilum er heimilaður. Tekjuskattshlutfall er breytilegt eftir því um hvers konar félag er að ræða.

Skráð hlutafélög og einkahlutafélög, samlagshlutafélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar, gagnkvæm vátryggingar- og ábyrgðarfélög, kaupfélög, önnur samvinnufélög og samvinnufélagasambönd bera sama tekjuskatt.

Samlagsfélög og sameignarfélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar, samlög og samtök sem annast vinnslu eða sölu á framleiðsluvörum félagsaðila sinna og eru sjálfstæðir skattaðilar, dánarbú og þrotabú, svo og önnur félög, sjóðir og stofnanir, þar með taldar sjálfseignarstofnanir, bera annað tekjuskattshlutfall.

Þau félög, sjóðir og stofnanir sem ekki reka atvinnu, lögaðilar sem verja hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla, lífeyrissjóðir og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem hafa heimild til að taka á móti iðgjöldum bera ekki tekjuskatt.

Skatthlutföll og aðrar forsendur er að finna í kaflanum Álagningarseðill og forsendur.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Frádráttur frá tekjum af atvinnurekstri – 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Skattskyldar tekjur –7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Tekjuskattsstofn lögaðila - 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Tekjuskattur lögaðila - 71. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum