Samningar og samstarf

Ísland er aðili að fjölmörgum og yfirgripsmiklum milliríkjasamningum sem tengjast meðal annars verslun og viðskiptum, ferðum fólks og flutningi á vörum yfir landamæri. Það fellur meðal annars í hlut Tollstjóra að sjá til að þessum samningum sé framfylgt. Einnig er Tollstjóri í góðu samstarfi og samvinnu við ýmsar innlendar stofnanir og embætti. Upplýsingar um slíka samninga er að finna á þessum síðum.


Fríverslunarsamningar

Fríverslunarsamningar gilda aðeins á milli þeirra ríkja sem eru aðilar að þeim.  Þau ríki sem ekki eru aðilar að samningi eru nefnd þriðju ríki með tilliti til þess samnings.

Lesa meira

Milliríkjasamningar

Ísland er aðili að fjölmörgum samningum við erlend ríki. Þessir samningar eru yfirgripsmiklir og tengjast meðal annars verslun og viðskiptum, ferðum fólks og flutningi á vörum yfir landamæri.

Lesa meira

Samstarfssamningar

Embættið er í góðu samstarfi og samvinnu við ýmsar stofnanir og embætti. Samstarfssamningar eru í gildi til miðlunar upplýsinga milli stofnananna, samnýtingar á tækjabúnaði og aðstöðu. Tollstjóri hefur gert samstarfssamninga við m.a. Ríkislögreglustjóra,  Landhelgisgæslu, auk lögreglustjóra og sýslumanna víða um land.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum