Samstarfssamningar
Embættið er í góðu samstarfi og samvinnu við ýmsar stofnanir og embætti.
Samstarfssamningar eru í gildi til miðlunar upplýsinga milli stofnananna, samnýtingar á tækjabúnaði og aðstöðu. Tollstjóri hefur gert samstarfssamninga við m.a. Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu, auk lögreglustjóra og sýslumanna víða um land.
Samstarfssamningur Tollstjóra og Matvælastofnunar
Dags. 18.11.2011
Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Matvælastofnunar vegna eftirlits með inn- og útflutningi dýraafurða, lifandi dýra, matvæla, plantna og skyldra afurða.
Samstarfssamningur Tollstjóra og Safnaráðs
Dags. 12.7.2011
Markmið samningsins er að auka og dýpka samvinnu þessara aðila til að stemma stigu við ólöglegum útflutningi og innflutningi á menningarverðmætum. Að auki er m.a. kveðið á um samstarf á vettvangi, nauðsynleg upplýsingaskipti og kæruleiðir vegna þeirra mála sem koma munu upp í framtíðinni.
Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Fiskistofu undirritaður
16.11.2010
Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Fiskistofu varðandi eftirlit með inn- og útflutningi sjávarafurða. Samstarfið felur meðal annars í sér gagnkvæma miðlun upplýsinga og samstarf á sviði upplýsingatæknimála, samstarf á vettvangi og sameiginleg eftirlitsverkefni auk sameiginlegra námskeiða, sem ætlað er að auka færni tollvarða til að stöðva ólöglegan inn- og útflutning sjávarafurða.
Viljayfirlýsing Tollstjóra og Samtaka verslunar og þjónustu
30.9.2010
Markmið með viljayfirlýsingu tollyfirvalda og Samtaka verslunar og þjónustu er að stuðla að auknu öryggi í aðfangakeðjunni, auka einföldun, stöðlun og nútímavæðingu vinnu- og tölvuferla og vinna saman að því að koma í veg fyrir skipulagða glæpastarfsemi.
Viljayfirlýsing við Samtök verslunar og þjónustu
Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Varnarmálastofnunar
13.4.2010
Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Varnarmálastofnunar á ýmsum sviðum. Samningurinn tekur meðal annars til miðlunar upplýsinga milli stofnananna, samnýtingar á tækjabúnaði og aðstöðu, samstarfs á vettvangi og sameiginlegra eftirlitsverkefna auk námskeiða og þjálfunar starfsmanna.
Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands
15.12.2009
Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands á ýmsum sviðum. Samningurinn tekur meðal annars til miðlunar upplýsinga milli stofnananna, samnýtingar á tækjabúnaði, samstarfs á vettvangi og sameiginlegra eftirlitsverkefna, námskeiða og þjálfunar starfsmanna og starfsmannaskipta.
Aukið samstarf við Lögreglu á sviði fíkniefnamála
6.6.2008
Meginmarkmið hins nýja samkomulags er að efla enn frekar góða samvinnu og samstarf embættanna til að unnt sé að ná enn betri árangri á sviði fíkniefnamála.