Ökutækjastyrkur
Almennt
Með ökutækjastyrk er átt við þær greiðslur sem launþegi fær frá launagreiðanda fyrir að nota eigin bifreið í þágu launagreiðandans og sjálfur borið kostnað af. Hér getur bæði verið um að ræða að greidd sé föst mánaðarleg eða árleg fjárhæð eða að greitt sé samkvæmt kílómetragjaldi fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt akstursdagbók eða akstursskýrslu.
Frádráttur kostnaðar á móti ökutækjastyrk
Frádrátt á móti ökutækjastyrk má færa samkvæmt sérstökum reglum ef bifreið launþega hefur sannanlega verið notuð vegna aksturs í þágu vinnuveitanda. Frádrátt má ekki færa á móti ökutækjastyrk sem var greiddur vegna ferða launþegans milli heimilis og vinnustaðar eða vegna annarra nota af bifreiðinni sem teljast til eigin nota hans. Frádráttur getur ekki verið hærri en ökutækjastyrkurinn.
Frádráttur er eingöngu heimill ef bæði eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
- Fyrir liggi skriflegur afnotasamningur þar sem aksturserindum er skilmerkilega lýst.
- Færð hafi verið akstursdagbók eða akstursskýrsla, þ.m.t. á rafrænu formi, þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer viðkomandi ökutækis. Einnig þarf að liggja fyrir hver er heildarakstur bifreiðar á hverju ári. Færa skal þessi gögn reglulega og skulu þau vera aðgengileg skattyfirvöldum þegar þau óska þess.
Frádráttur er aldrei heimill á móti ökutækjastyrk sem greiddur er vegna nota í þágu launþegans sjálfs, s.s. vegna aksturs milli heimilis og vinnustaðar. Aki launamaður hins vegar beint frá heimili sínu til annars vinnustaðar en hins venjulega að beiðni launagreiðanda getur verið heimilt að færa frádrátt á móti greiðslum fyrir slík afnot ökutækis, enda séu þau afnot beinlínis tengd starfi launamannsins en ekki fólgin í því einu að komast á vinnustað.
Frádráttur
Frádráttur á móti fengnum ökutækjastyrk vegna aksturs í þágu launagreiðanda er ákvarðaður þannig:
Til frádráttar færist fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda. Tiltekið hámark er á frádrætti miðað við hvern ekinn kílómetra í þágu launagreiðanda og er það ákveðið á ári hverju. Aldrei leyfist þó hærri fjárhæð til frádráttar en talin er til tekna sem ökutækjastyrkur.
Frádráttur er ákvarðaður miðað við akstur á tilteknu kílómetrabili, en verður þó aldrei lægri en hefði orðið ef akstur hefði numið hámarksakstri samkvæmt akstursbilinu fyrir neðan, sbr. töflu fyrir hvert ár undir flipanum „Fjárhæðir“.
Staðgreiðsla skatts af ökutækjastyrk
Ökutækjastyrkur sem greiddur er sem föst mánaðarleg eða árleg fjárhæð er staðgreiðsluskyldur. Ef um er að ræða ökutækjastyrk sem greiddur er samkvæmt akstursdagbók (sundurliðuðum gögnum) fyrir hvern ekinn kílómetra og fjárhæðin er í samræmi við ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins á hverjum tíma, má halda þeim ökutækjastyrk utan staðgreiðslu.
Fjárhæðir
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2024
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 131 kr. eða alls 327.500 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur á hvern ekinn kílómetra |
0-1.000 km | 141 kr. |
1.001-2.000 km | 136 kr. |
2.001-3.000 km | 131 kr. |
3.001-4.000 km | 126 kr. |
4.001-5.000 km | 122 kr. |
5.001-6.000 km | 118 kr. |
6.001-7.000 km | 114 kr. |
7.001-8.000 km | 110 kr. |
8.001-9.000 km | 106 kr. |
9.001-10.000 km | 102 kr. |
10.001-11.000 km | 99 kr. |
11.001-12.000 km | 95 kr. |
12.001-13.000 km | 92 kr. |
13.001-14.000 km | 89 kr. |
14.001-15.000 km | 86 kr. |
15.001 og meira | 83 kr. |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2023
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 124 kr. eða alls 310.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur á hvern ekinn kílómetra |
0-1.000 km | 134 kr. |
1.001-2.000 km | 129 kr. |
2.001-3.000 km | 124 kr. |
3.001-4.000 km | 120 kr. |
4.001-5.000 km | 116 kr. |
5.001-6.000 km | 112 kr. |
6.001-7.000 km | 108 kr. |
7.001-8.000 km | 104 kr. |
8.001-9.000 km | 100 kr. |
9.001-10.000 km | 96 kr. |
10.001-11.000 km | 91 kr. |
11.001-12.000 km | 88 kr. |
12.001-13.000 km | 85 kr. |
13.001-14.000 km | 82 kr. |
14.001-15.000 km | 79 kr. |
15.001 og meira | 76 kr. |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2022
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 116 kr. eða alls 290.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur á hvern ekinn kílómetra |
0-1.000 km | 120 kr. |
1.001-2.000 km | 118 kr. |
2.001-3.000 km | 116 kr. |
3.001-4.000 km | 102 kr. |
4.001-5.000 km | 99 kr. |
5.001-6.000 km | 97 kr. |
6.001-7.000 km | 95 kr. |
7.001-8.000 km | 94 kr. |
8.001-9.000 km | 92 kr. |
9.001-10.000 km | 90 kr. |
10.001-11.000 km | 85 kr. |
11.001-12.000 km | 83 kr. |
12.001-13.000 km | 81 kr. |
13.001-14.000 km | 79 kr. |
14.001-15.000 km | 77 kr. |
15.001 og meira | 72 kr. |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2021
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 110 kr. eða alls 275.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur | |
---|---|---|
0-1.000 km | kr. | 114 |
1.001-2.000 km | kr. | 112 |
2.001-3.000 km | kr. | 110 |
3.001-4.000 km | kr. | 97 |
4.001-5.000 km | kr. | 94 |
5.001-6.000 km | kr. | 92 |
6.001-7.000 km | kr. | 90 |
7.001-8.000 km | kr. | 89 |
8.001-9.000 km | kr. | 87 |
9.001-10.000 km | kr. | 85 |
10.001-11.000 km | kr. | 81 |
11.001-12.000 km | kr. | 79 |
12.001-13.000 km | kr. | 77 |
13.001-14.000 km | kr. | 75 |
14.001-15.000 km | kr. | 73 |
meiri en 15.000 km | kr. | 68 |
Unnt er að óska eftir hærri frádrætti í skattframtali ef greitt hefur verið fyrir akstur miðað við sérstakt gjald eða torfærugjald eins og það er ákvarðað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni, og uppfyllt eru skilyrði þar um.
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2020
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 107 kr. eða alls 267.500 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | |
Frádráttur |
---|---|---|
0-1.000 km | kr. | 111 |
1.001-2.000 km | kr. | 109 |
2.001-3.000 km | kr. | 107 |
3.001-4.000 km | kr. | 94 |
4.001-5.000 km | kr. | 92 |
5.001-6.000 km | kr. | 90 |
6.001-7.000 km | kr. | 88 |
7.001-8.000 km | kr. | 87 |
8.001-9.000 km | kr. | 85 |
9.001-10.000 km | kr. | 83 |
10.001-11.000 km | kr. | 79 |
11.001-12.000 km | kr. | 77 |
12.001-13.000 km | kr. | 75 |
13.001-14.000 km | kr. | 73 |
14.001-15.000 km | kr. | 71 |
meiri en 15.000 km | kr. | 66 |
Unnt er að óska eftir hærri frádrætti í skattframtali ef greitt hefur verið fyrir akstur miðað við sérstakt gjald eða torfærugjald eins og það er ákvarðað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni, og uppfyllt eru skilyrði þar um.
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2019
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 106 kr. eða alls 265.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur | |
---|---|---|
0-1.000 km | kr. | 110 |
1.001-2.000 km | kr. | 108 |
2.001-3.000 km | kr. | 106 |
3.001-4.000 km | kr. | 93 |
4.001-5.000 km | kr. | 91 |
5.001-6.000 km | kr. | 89 |
6.001-7.000 km | kr. | 87 |
7.001-8.000 km | kr. | 86 |
8.001-9.000 km | kr. | 84 |
9.001-10.000 km | kr. | 82 |
10.001-11.000 km | kr. | 78 |
11.001-12.000 km | kr. | 76 |
12.001-13.000 km | kr. | 74 |
13.001-14.000 km | kr. | 72 |
14.001-15.000 km | kr. | 70 |
meiri en 15.000 km | kr. | 65 |
Unnt er að óska eftir hærri frádrætti í skattframtali ef greitt hefur verið fyrir akstur miðað við sérstakt gjald eða torfærugjald eins og það er ákvarðað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni, og uppfyllt eru skilyrði þar um.
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2018
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 106 kr. eða alls 265.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur | |
---|---|---|
0-1.000 km | kr. | 110 |
1.001-2.000 km | kr. | 108 |
2.001-3.000 km | kr. | 106 |
3.001-4.000 km | kr. | 93 |
4.001-5.000 km | kr. | 91 |
5.001-6.000 km | kr. | 89 |
6.001-7.000 km | kr. | 87 |
7.001-8.000 km | kr. | 86 |
8.001-9.000 km | kr. | 84 |
9.001-10.000 km | kr. | 82 |
10.001-11.000 km | kr. | 78 |
11.001-12.000 km | kr. | 76 |
12.001-13.000 km | kr. | 74 |
13.001-14.000 km | kr. | 72 |
14.001-15.000 km | kr. | 70 |
meiri en 15.000 km | kr. | 65 |
Unnt er að óska eftir hærri frádrætti í skattframtali ef greitt hefur verið fyrir akstur miðað við sérstakt gjald eða torfærugjald eins og það er ákvarðað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni, og uppfyllt eru skilyrði þar um.
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2017
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 106 kr. eða alls 265.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur | |
---|---|---|
0-1.000 km | kr. | 110 |
1.001-2.000 km | kr. | 108 |
2.001-3.000 km | kr. | 106 |
3.001-4.000 km | kr. | 93 |
4.001-5.000 km | kr. | 91 |
5.001-6.000 km | kr. | 89 |
6.001-7.000 km | kr. | 87 |
7.001-8.000 km | kr. | 86 |
8.001-9.000 km | kr. | 84 |
9.001-10.000 km | kr. | 82 |
10.001-11.000 km | kr. | 78 |
11.001-12.000 km | kr. | 76 |
12.001-13.000 km | kr. | 74 |
13.001-14.000 km | kr. | 72 |
14.001-15.000 km | kr. | 70 |
meiri en 15.000 km | kr. | 65 |
Unnt er að óska eftir hærri frádrætti í skattframtali ef greitt hefur verið fyrir akstur miðað við sérstakt gjald eða torfærugjald eins og það er ákvarðað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni, og uppfyllt eru skilyrði þar um.
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2016
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 106 kr. eða alls 265.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur | |
---|---|---|
0-1.000 km | kr. | 110 |
1.001-2.000 km | kr. | 108 |
2.001-3.000 km | kr. | 106 |
3.001-4.000 km | kr. | 93 |
4.001-5.000 km | kr. | 91 |
5.001-6.000 km | kr. | 89 |
6.001-7.000 km | kr. | 87 |
7.001-8.000 km | kr. | 86 |
8.001-9.000 km | kr. | 84 |
9.001-10.000 km | kr. | 82 |
10.001-11.000 km | kr. | 78 |
11.001-12.000 km | kr. | 76 |
12.001-13.000 km | kr. | 74 |
13.001-14.000 km | kr. | 72 |
14.001-15.000 km | kr. | 70 |
meiri en 15.000 km | kr. | 65 |
Unnt er að óska eftir hærri frádrætti í skattframtali ef greitt hefur verið fyrir akstur miðað við sérstakt gjald eða torfærugjald eins og það er ákvarðað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni, og uppfyllt eru skilyrði þar um.
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2015
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 112 kr. eða alls 280.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur | |
---|---|---|
0-1.000 km | kr. | 116 |
1.001-2.000 km | kr. | 114 |
2.001-3.000 km | kr. | 112 |
3.001-4.000 km | kr. | 98 |
4.001-5.000 km | kr. | 96 |
5.001-6.000 km | kr. | 94 |
6.001-7.000 km | kr. | 92 |
7.001-8.000 km | kr. | 90 |
8.001-9.000 km | kr. | 88 |
9.001-10.000 km | kr. | 86 |
10.001-11.000 km | kr. | 82 |
11.001-12.000 km | kr. | 80 |
12.001-13.000 km | kr. | 78 |
13.001-14.000 km | kr. | 76 |
14.001-15.000 km | kr. | 74 |
meiri en 15.000 km | kr. | 68 |
Ef greitt er sérstakt gjald (ekki bundið slitlag) ef leyfilegur frádráttur 15% hærri. Sé greitt torfærugjald, fyrir akstur utan vega eða á vegslóðum sem ekki eru færir fólksbílum, er hann 45% hærri.
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2014
Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda, sbr. meðfylgjandi töflu.
Dæmi: Ef aksturinn er 2.500 km á árinu er leyfilegur frádráttur 2.500 x 112 kr. eða alls 280.000 kr.
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur | |
---|---|---|
0-1.000 km | kr. | 116 |
1.001-2.000 km | kr. | 114 |
2.001-3.000 km | kr. | 112 |
3.001-4.000 km | kr. | 98 |
4.001-5.000 km | kr. | 96 |
5.001-6.000 km | kr. | 94 |
6.001-7.000 km | kr. | 92 |
7.001-8.000 km | kr. | 90 |
8.001-9.000 km | kr. | 88 |
9.001-10.000 km | kr. | 86 |
10.001-11.000 km | kr. | 82 |
11.001-12.000 km | kr. | 80 |
12.001-13.000 km | kr. | 78 |
13.001-14.000 km | kr. | 76 |
14.001-15.000 km | kr. | 74 |
meiri en 15.000 km | kr. | 68 |
Ef greitt er sérstakt gjald (ekki bundið slitlag) ef leyfilegur frádráttur 15% hærri. Sé greitt torfærugjald, fyrir akstur utan vega eða á vegslóðum sem ekki eru færir fólksbílum, er hann 45% hærri.
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2013
jan. - maí | júní -des. | |||
---|---|---|---|---|
Almennt kílómetragjald | kr. | 117,50 | kr. | 116,00 |
Sérstakt kílómetragjald | kr. | 135,13 | kr. | 133,40 |
Torfærugjald | kr. | 170,38 | kr. | 168,20 |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2012
jan. - maí | júní - des. | |||
---|---|---|---|---|
Almennt kílómetragjald | kr. | 111,00 | kr. | 117,50 |
Sérstakt kílómetragjald | kr. | 127,65 | kr. | 135,13 |
Torfærugjald | kr. | 160,95 | kr. | 170,38 |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2011
jan. - mar | apr. - sept. | okt. - des. | |
---|---|---|---|
Almennt gjald | 99 kr./km. | 104,00 kr./km. | 111,00 kr./km. |
Sérstakt gjald | 113,85 kr./km. | 119,60 kr./km. | 127,65 kr./km. |
Torfærugjald | 143,55 kr./km. | 150,80 kr./km. | 160,95 kr./km. |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2010
Jan | Feb - des. | |
---|---|---|
Almennt gjald | 92,00 kr./km. | 99,00 kr./km. |
Sérstakt gjald | 105,80 kr./km. | 113,85 kr./km. |
Torfærugjald | 133,40 kr./km. | 143,55 kr./km. |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2009
Almennt kílómetragjald | kr. 92,00 |
Sérstakt gjald | kr. 105,80 |
Torfærugjald | kr. 133,40 |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2008
Jan. - mars | apríl - maí | júní - sept. | okt. - | |
Almennt kílómetragjald | kr. 71,50 | kr. 76,00 | kr. 88,50 | kr. 92,00 |
Sérstakt gjald | kr. 82,20 | kr. 87,40 | kr. 101,80 | kr. 105,80 |
Torfærugjald | kr. 103,70 | kr. 110,20 | kr. 128,30 | kr. 133,40 |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2007
Jan. - maí | Júní - sept. | 0kt. - | |
Almennt kílómetragjald | kr. 68,00 | kr. 69,50 | kr. 71,50 |
Sérstakt gjald | kr. 78,20 | kr. 79,80 | kr. 82,20 |
Torfærugjald | kr. 98,60 | kr. 100,80 | kr. 103,70 |
Frádráttur á móti ökutækjastyrk 2006
Jan. - maí | Júní - nóv. | Desember | |
Almennt kílómetragjald | kr. 62,00 | kr. 68,50 | kr. 68,00 |
Sérstakt gjald | kr. 71,30 | kr. 78,80 | kr. 78,20 |
Torfærugjald | kr. 89,90 | kr. 99,30 | kr. 98,60 |
Ítarefni
Hvar finn ég reglurnar?
Heimild til að færa frádrátt á móti ökutækjastyrk – 1. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt
Skilyrði fyrir því að halda ökutækjastyrk utan staðgreiðslu – 1. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu.
Eyðublöð
Ökutækjastyrkur, fylgiskjal með skattframtali - RSK 3.04