Common Reporting Standard

CRS er samræmdur staðall um upplýsingaskipti á fjárhagsupplýsingum.  Markmiðið með staðlinum er að koma í veg fyrir skattundanskot.  Þeir sem eru upplýsingaskyldir samkvæmt staðlinum munu frá og með 1. janúar 2016 þurfa að auðkenna og aðgreina reikningshafa og raunverulega eigendur sem skattskyldir eru í erlendum ríkjum fyrir utan Bandaríki Norður Ameríku.  Fyrstu skil til ríkisskattstjóra samkvæmt staðlinum skulu fara fram á árinu 2017 vegna tekjuársins 2016.

Með lögum nr. 124/2015 var 92. gr. laga nr. 90/2003 breytt á þann veg að upplýsingaöflun ríkisskattstjóra nái einnig til þess að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um upplýsingaskipti á sviði skattamála. Þá hefur fjármála- og efnahagsráðherra sett reglugerðir nr. 1240/2015, 1231/2016 og 940/2017, um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála.

Áhættumat vegna CRS og FATCA upplýsingaskipta

Eyðublað RSK 24.01 um áhættumat vegna CRS og FATCA

Hér má finna gagnlega hlekki á upplýsingasíður hjá OECD.

Almennar upplýsingar um staðalinn á ensku
Hér má finna heildartexta staðalsins ásamt skýringum á ensku


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum