Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbifreiða

Tímabundið skal fella niður virðisaukaskatt að ákveðnu hámarki við innflutning rafmagnsbifreiða. Áður var niðurfelling aðeins fyrir fyrstu 20.000 rafmagnsbifreiðarnar en heimildin er nú óháð fjölda bifreiða og gildir til loka árs 2023.

Skilyrði fyrir niðurfellingu er að ökutækið sé þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi miðað við fyrstu skráningu ásamt því að ökutækið sé skráð sem bifreið í ökutækjaskrá og falli undir vöruliði 8703 eða 8704 í tollskrá.

Niðurfelling virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar gildir til 31.12.2023 óháð fjölda bifreiða.

Áður voru gjöld einnig felld niður af tengiltvinnbifreiðum. Eftir að 15.000 slíkar bifreiðar sem notið höfðu þess háttar ívilnunar höfðu verið skráðar í ökutækjaskrá var hámarkinu náð. Engin gjöld eru nú felld niður við innflutning á tengiltvinnbifreiðum.

Hámarksniðurfelling virðisaukaskatts á árinu 2023

Tegund   Fjárhæð niðurfellingar
Rafmagnsbifreið kr. 1.320.000
Tengiltvinnbifreið kr. Engin niðurfelling

Fjöldi innfluttra rafmagnsbifreiða

Ákvæði um fjölda rafmagnsbifreiða sem njóta niðurfellingar virðisaukaskatts hefur verið fellt úr gildi. Undanþágan mun því að öðru óbreyttu gilda áfram til 31.12.2023 óháð fjölda.

Frekari upplýsingar um fjölda ökutækja verða því ekki birtar hér að sinni. 

Uppfært Fjöldi rafmagnsbifreiða Fjölgun Fjöldi eftir
19.12.2022  Birtingu um fjölda innfluttra bifreiða hætt.
Undanþága framlengd til 31.12.2023 óháð fjölda.
   
9.12.2022 17.452 + 246 2.548
2.12.2022 17.206 + 197 2.794
25.11.2022 17.009 + 356 2.991
18.11.2022 16.653 + 309 3.347
11.11.2022 16.344 + 176 3.656
4.11.2022 16.168 + 152 3.832
28.10.2022 16.016 + 121 3.984
21.10.2022 15.985 + 112 4.015
14.10.2022 15.783 + 127 4.217
7.10.2022 15.656 + 756 4.344
2.9.2022 14.900 + 679 5.100
15.7.2022 14.221 + 624 5.779
3.6.2022 13.597 + 130 1.403
27.5.2022 13.467 + 66 1.533
20.5.2022 13.401 + 124 1.599
13.5.2022 13.277 + 106 1.723
8.5.2022 13.171 + 127 1.829
29.04.2022 13.044 +146 1.956
22.4.2022 12.898 + 62 2.102
15.4.2022 12.836 + 81 2.164
8.4.2022 12.755 + 97 2.245
1.4.2022 12.658 + 142 2.342
25.3.2022 12.516 + 186 2.484
18.3.2022 12.330 + 148 2.670
11.3.2022 12.182 + 107 2.818
4.3.2022 12.075 + 135 2.925
25.2.2022 11.940 + 177 3.060
18.2.2022 11.763 + 187 3.237
11.2.2022 11.576 + 82 3.424
04.2.2022 11.494 + 68 3.506
28.1.2022 11.426 + 64 3.574
21.1.2022 11.362 - 3.638

Fjöldi innfluttra tengiltvinnbifreiða

Uppfært Fjöldi tengiltvinnbifreiða Fjölgun Fjöldi eftir
8.5.2022 15.510 + 272 0
29.4.2022 15.238 + 399 Sjá frétt 02.05.2022
22.4.2022 14.839 + 84 161
15.4.2022 14.755 + 64 245
8.4.2022 14.691 + 180 309
1.4.2022 14.511 + 115 489
25.3.2022 14.396 + 73 604
18.3.2022 14.323 + 104 677
11.3.2022 14.219 + 77 781
4.3.2022 14.142 + 48 858
25.2.2022 14.094 + 49 906
18.2.2022 14.045 + 25 955
11.2.2022 14.020 + 63 980
04.2.2022 13.957 + 44 1.043
28.1.2022 13.913 + 67 1.087
21.1.2022 13.846 + 33 1.154
14.1.2022 13.813 + 105 1.187
07.1.2022 13.708 + 363 1.292
17.12.2021 13.345 + 119 1.655
10.12.2021 13.226 + 137 1.774
03.12.2021 13.089 - 1.911

Sérstakt vörugjald

5% sérstakt vörugjald er lagt á ökutæki við innflutning óháð koltvísýringslosun.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar

Bráðabirgðarákvæði XXIV laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt

3. mgr. 3. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald.

9. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum