Vaxtabætur

Innheimtumaður ríkissjóðs sér um útgreiðslu vaxtabóta. Nauðsynlegt er að gefa upp bankareikning, sem leggja má inn á.

Fylltu út neðangreint eyðublað og sendu til innheimtumanns ríkissjóðs í þínu umdæmi:

Beiðni til innheimtumanns ríkissjóðs um ráðstöfun greiðslna

Vaxtabætur eru ákvarðaðar af Skattinum samkvæmt upplýsingum á skattframtali. Útreikningur vaxtabóta er framkvæmdur í álagningarvinnslu og útborgunardagur er 1. júní.

Þó geta þeir sem hafa keypt eða hafið byggingu frá 1999 fengið vaxtabætur greiddar út fyrirfram. Fyrirframgreiðsla er bráðabirgðagreiðsla og í álagningarvinnslu eru vaxta­bætur reiknaðar út og gerðar upp ef um of- eða vangreiðslu er að ræða. Útborgunar­dagar fyrirframgreiðslu eru 1. júlí, 1. október, 1. febrúar og 1. maí. Fyrirframgreiðsla kemur ekki til útborgunar fyrr en fjárhæð hennar nemur 5.000.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum