Stofnun félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri
Félög til almannaheilla sem stofnað er til eða starfrækt eru í þeim tilgangi að safna eða útdeila fjármunum í almannaþágu yfir landamæri eru skráningarskyld skv. lögum nr. 119/2019.
Lögin ná m.a. til
félagasamtaka sem hafa þann megintilgang að safna eða útdeila fjármunum í
almannaþágu, svo sem til líknarmála, trúmála, menningarmála, menntamála,
félagsmála eða annarra góðgerðarmála.
Athygli er vakin á því að samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga um félög til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri skulu almenn félagasamtök sem falla undir gildissvið laganna og skráð eru í fyrirtækjaskrá við gildistöku þeirra, breyta skráningu sinni í félag til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri. Jafnframt skal skrá þau í almannaheillafélagaskrá og skila inn nýjum samþykktum, tilkynningum um stjórn, varstjórn, endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna, og öðrum upplýsingum sem skrá skal samkvæmt lögunum.
Lögin ná ekki til trú- og lífsskoðunarfélaga sem starfa skv. lögum nr. 108/1999 eða sjóða og stofnana sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá skv. lögum nr. 19/1988.
Skráning
Félög til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri eru skráð í almannaheillafélagaskrá ríkisskattstjóra. Skila þarf inn stofngögnum til almannaheillafélagaskrár og greiða skráningargjald (sjá gjaldskrá).
Afgreiðslutími umsóknar um skráningu er almennt um tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til almannaheillafélagaskrár, séu þau fullnægjandi og greiðsla eða greiðslukvittun fylgi gögnunum. Hægt er að senda skannað eintak af stofngögnum á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is. Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af stofngögnum.
Skylt er að skrá raunverulega eigendur félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri og skal tilkynning um þá fylgja stofngögnum félagsins.
Í þeim félögum þar sem enginn eigandi er þá er það sá/þeir sem raunverulega stjórna starfsemi félagsins sem teljast raunverulegir eigendur. Þetta geta verið stjórnarmenn, framkvæmdastjóri eða einhver einstaklingur / einstaklingar sem teljast stjórna starfseminni. Félögin sjálf verða að meta hver eða hverjir raunverulega stjórna starfseminni, við getum ekki ráðlagt hvað eigi að skrá, sjá nánar upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda.
Eingöngu er hægt að skila á pappír fyrir nýskráningar. Áður skráð félög þurfa að skila inn upplýsingum um raunverulega eigendur rafrænt.
Hér má nálgast tilkynningareyðublöð og sýnishorn af nauðsynlegum stofngögnum.
Eyðublöð og sýnishorn af stofngögnum | ||
---|---|---|
Tilkynning um stofnun félags til almannaheilla sem starfar yfir landamæri | RSK 17.07 | (Útfyllanlegt) |
Tilkynning um raunverulega eigendur | RSK 17.28 | (Útfyllanlegt) |
Samþykktir | Word / PDF | (Sýnishorn) |
Stofnsamningur | Word / PDF | (Sýnishorn) |
Stofnfundargerð | Word / PDF | (Sýnishorn) |
Ítarefni
Sjá nánar lög um
skráningu í almannaheillafélagaskrá nr. 119/2019
Sjá nánar lög um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019