Greiðsluáætlanir
Greiðsluáætlun er áætlun um greiðsludreifingu fyrir skatta, gjöld og sektir. Áætlunin er meðal annars gerð í því skyni að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum. Greiðsluáætlun er því ekki samningur um lækkun eða niðurfellingu krafna heldur sýnir hún hvernig gjaldfallnar kröfur skulu greiddar með greiðsludreifingu.
Umsókn um greiðsluáætlun
Sækja má um greiðsluáætlun um skatta og gjöld á Ísland.is. Heimilt að gera greiðsluáætlun um flest opinber gjöld, þar með talið lækkun launaafdráttar. Ákveðin skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo heimilt sé að gera greiðsluáætlun í sjálfsafgreiðslu á Ísland.is, m.a.:
Sjálfsafgreiðsla er opin þeim sem skulda eingöngu nýlega skatta
Fyrir einstaklinga mega skuldirnar ekki vera hærri en 2.000.000
Fyrir fyrirtæki mega skuldirnar ekki vera hærri en 10.000.000
Eingöngu er hægt að gera greiðsluáætlun um lækkun launaafdráttar vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda.
Greiðsluáætlun á Ísland.is er aðeins hægt að gera ef framtali og skilagreinum hefur verið skilað á réttum tíma. Fyrirtæki þurfa auk þess að vera búin að skila inn ársreikningum.
Ekki er hægt að gera greiðsluáætlun um kröfur sem eru komnar í vanskilainnheimtu.
Ekki er hægt að gera greiðsluáætlun um allar skatttegundir.
Opna umsókn um greiðsluáætlun
Nánari upplýsingar og þjónusta
Þau á höfuðborgarsvæðinu sem ekki geta nýtt sér greiðsluáætlun á Íslandi.is gert greiðsluáætlun hjá þjónustufulltrúum Skattsins og fengið aðstoð og nánari upplýsingar.
Tekið er á móti viðskiptavinum í Katrínartúni 6, í Reykjavík.
Fólk með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins getur leitað til viðkomandi sýslumanns.
Fyrning og dráttarvextir
Með gerð greiðsluáætlunar er fyrning krafna rofin. Þá er inneignum sem myndast í skattkerfinu skuldajafnað upp í kröfur í greiðsluáætlun í samræmi við lög og reglur sem gilda um skuldajöfnuð.
Lögboðnir dráttarvextir leggjast á kröfur þrátt fyrir að um þær hafi verið gerð greiðsluáætlun.