Greiðsluáætlanir
Greiðsluáætlun er áætlun um greiðsludreifingu fyrir skatta, gjöld og sektir. Áætlunin er meðal annars gerð í því skyni að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum. Greiðsluáætlun er því ekki samningur um lækkun eða niðurfellingu krafna heldur sýnir hún hvernig gjaldfallnar kröfur skulu greiddar með greiðsludreifingu.
Umsókn um greiðsluáætlun
Sækja má um greiðsluáætlun um skatta og gjöld á Ísland.is. Einstaklingum er heimilt að gera greiðsluáætlun um flest opinber gjöld, þar með talið lækkun launaafdráttar. Ákveðin skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo heimilt sé að gera greiðsluáætlun í sjálfsafgreiðslu á Ísland.is, m.a.:
- Gjaldendur verða að hafa staðið rétt skil á skattframtölum og skýrslum
- Upphæð gjaldfallinnar skuldar sé ekki yfir 2 milljónum króna
- Innheimtuaðgerðir séu ekki hafnar
Nánari upplýsingar og þjónusta
Þau á höfuðborgarsvæðinu sem ekki geta nýtt sér greiðsluáætlun á Íslandi.is gert greiðsluáætlun hjá þjónustufulltrúum Skattsins og fengið aðstoð og nánari upplýsingar.
Tekið er á móti viðskiptavinum í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 í Reykjavík.
Fólk með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins getur leitað til viðkomandi sýslumanns.
Fyrning og dráttarvextir
Með gerð greiðsluáætlunar er fyrning krafna rofin. Þá er inneignum sem myndast í skattkerfinu skuldajafnað upp í kröfur í greiðsluáætlun í samræmi við lög og reglur sem gilda um skuldajöfnuð.
Lögboðnir dráttarvextir leggjast á kröfur þrátt fyrir að um þær hafi verið gerð greiðsluáætlun.