Almennt um sendingar

Allar vörur sem fluttar eru til landsins eru tollskyldar án tillits til verðmætis nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum og reglugerðum, svo sem vegna tollfríðinda tækifærisgjafa eða ferðamanna.

Þetta þýðir að allar vörur eru tollskyldar hvort sem verðmæti þeirra er $1 eða $1.000. Ekki skiptir heldur máli hvernig vara var flutt til landsins. Hér má nefna innflutning með póstsendingu, hraðsendingu, almennri frakt eða farangur ferðamanna sem uppfyllir ekki skilyrði tollfríðinda eða þau fullnýtt.

Innflytjandi ber ábyrgð á réttum upplýsingum um vörusendingu og greiðslu aðflutningsgjalda.

Áður en pantað er:

  • Varan kostar meira komin til Íslands en verðmerking seljanda segir til um.
  • Stundum eru uppgefin verð án flutnings- og pökkunarkostnaðar.
  • Ef um er að ræða mjög ódýra vöru er hugsanlegt að kostnaður við innflutning hennar sé hærri en verð vörunnar.
  • Áður en pantað gæti borgað sig að nota þessa reiknivél til að áætla hvað varan myndi kosta með innflutningsgjöldum (aðflutningsgjöldum).
  • Tollverð (CIF) = verð vörunar + flutningskostnaður + tryggingakostnaður + allur annar kostnaður sem leggst á verð vörunnar erlendis og á leið til landsins. Gjöld sem greiða þarf við innflutning reiknast af tollverði.
  • Á Íslandi gæti bæst við kostnaður vegna þjónustu sem tollmiðlarar eða farmflytjendur veita t.d. vegna tollskýrslugerðar eða heimkeyrslu. Ekki eru lögð innflutningsgjöld á slíka þjónustu en hún er hinsvegar virðisaukaskattskyld.

Almenn öryggisatriði

  • Kannið bakgrunn þess sem versla á við áður en kortanúmer eða aðrar persónulegar upplýsingar eru gefnar upp (hvað segja aðrir um seljandann).
  • Lesið vel kaup- og afhendingarskilmála áður en ákveðið er að ganga að kaupunum.

Hvað þarf að varast?

Sumar vörur er bannað að flytja til landsins samkvæmt íslenskum lögum þótt hægt sé að panta þær á netinu. Þetta á til dæmis við um dýr og plöntur, lyf til lækninga, eiturlyf og vopn.

Prófaðu reiknivél fyrir innflutningsgjöld

Ítarefni

Nánari upplýsingar

Tollskrá

Tollmiðlar

Undanþágur frá greiðslu aðflutningsgjalda

Prófaðu reiknivél fyrir innflutningsgjöld

Upprunareglur


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum