Greiðsla inneigna
Inneign gjaldanda hjá innheimtumanni ríkissjóðs getur stafað af lögbundnum endurgreiðslum úr skattkerfinu, til dæmis vaxtabætur, barnabætur og úrskurðaðar endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einnig getur inneign myndast við ofgreiðslur gjaldanda.
Innheimtumanni ríkissjóðs ber að skuldajafna inneignum upp í gjaldfallnar skuldir gjaldanda. Sérreglur gilda um skuldajöfnuð barnabóta og vaxtabóta.
Bankaupplýsingar
Til þess að hægt sé að greiða út inneignir þarf gjaldandi að hafa skráðan bankareikning. Hægt er að skrá bankareikning á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, með því að hafa samband við þjónustuver Skattsins í síma 442-1000 eða á skatturinn@skatturinn.is
Ofgreiðsla
Ef skattar og gjöld eru ofgreidd, til dæmis ef skattbreyting leiðir til lækkunar á greiddri álagningu myndast inneign gjaldanda hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Slík ofgreiðsla er endurgreidd gjaldanda skuldi hann ekki aðra skatta eða gjöld, að öðrum kosti er inneigninni skuldajafnað á móti gjaldföllnum skuldum.
Vextir á inneignir
Inneignir hjá innheimtumanni ríkissjóðs bera vexti samkvæmt ákvæðum ýmissa sérlaga um skatta og gjöld, lögum nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda og lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.