Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbifreiða

Tímabundið skal fella niður virðisaukaskatt að ákveðnu hámarki við innflutning rafmagnsbifreiða. Áður var niðurfelling aðeins fyrir fyrstu 20.000 rafmagnsbifreiðarnar en heimildin er nú óháð fjölda bifreiða og gildir til loka árs 2023.

Skilyrði fyrir niðurfellingu er að ökutækið sé þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi miðað við fyrstu skráningu ásamt því að ökutækið sé skráð sem bifreið í ökutækjaskrá og falli undir vöruliði 8703 eða 8704 í tollskrá.

Niðurfelling virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar gildir til 31.12.2023 óháð fjölda bifreiða.

Áður voru gjöld einnig felld niður af tengiltvinnbifreiðum. Eftir að 15.000 slíkar bifreiðar sem notið höfðu þess háttar ívilnunar höfðu verið skráðar í ökutækjaskrá var hámarkinu náð. Engin gjöld eru nú felld niður við innflutning á tengiltvinnbifreiðum.

Hámarksniðurfelling virðisaukaskatts á árinu 2023

Tegund   Fjárhæð niðurfellingar
Rafmagnsbifreið kr. 1.320.000
Tengiltvinnbifreið kr. Engin niðurfelling

Sérstakt vörugjald af ökutækjum

Sérstakt vörugjald sem nemur 5% er lagt á öll ökutæki óháð orkugjafa og koltvísýringslosun. Samanlagt vörugjald skal þó ekki nema meira en 65% á hvert ökutæki.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar

Bráðabirgðarákvæði XXIV laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt

3. mgr. 3. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald.

9. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum