Lánsveðsvaxtabætur

Einstaklingar sem festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu byggingu á árunum 2004 – 2008 og tóku jafnframt lán með veði í fasteign annars einstaklings eiga rétt á sérstökum vaxtabótum – lánsveðsvaxtabótum

Skilyrði fyrir ákvörðun lánsveðsvaxtabóta eru þessi:

  • Íbúðarhúsnæði hafi verið keypt eða byggt til eigin nota og lán tekin því til öflunar á tímabilinu frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008
  • Lán hafi verið tekið með veði í fasteign í eigu annars einstaklings
  • Íbúðin hafi verið í eigu umsækjanda í ársbyrjun 2009
  • Eftirstöðvar fasteignaveðlána vegna þess íbúðarhúsnæðis,  sem fengin voru með lánsveði, hafi samtals verið hærri en 110% af fasteignamati eignarinnar á söludegi eða í árslok 2010
  • Höfuðstóll veðlána hafi ekki verið lækkaður fyrir 9. apríl 2013

Umsóknir berist ríkisskattstjóra í síðasta lagi 15. september 2013 á eyðublaðinu RSK 3.28.  Ákvörðun lánsveðsvaxtabóta fer fram svo fljótt sem unnt er, þó eigi síðar en 17. mars 2014.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Bráðabirgðaákvæði LII laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum