Fréttir og tilkynningar: 2018
Fyrirsagnalisti
Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl.
Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2019.
Lesa meiraSkatthlutföll 2019
Skatthlutföll einstaklinga í staðgreiðslu vegna ársins 2019 haldast óbreytt milli ára en þrepamörk tekjuskatts hækka í réttu hlutfalli við hækkun á vísitölu neysluverðs samkvæmt tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Lesa meiraAðalritari WCO í heimsókn
Kunio Mikuriya aðalritari WCO er um þessar mundir staddur á Íslandi í einkaerindum. Hann gaf sér þó tíma til að líta við á Tryggvagötunni og heimsækja embætti tollstjóra.
Lesa meiraTilkynning til innflytjenda um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna 3. gr. laga nr. 117/2018
Frá og með næstu áramótum, með hliðsjón af gildistöku 3. gr. laga nr. 117/2018, mun breytt stjórnsýsluframkvæmd taka gildi í málum þar sem eftirgjafaþegar vörugjalds af ökutækjum teljast ekki uppfylla skilyrði fyrir niðurfellingu vörugjalds.
Lesa meiraOpnunartími um jól og áramót
Um jól og áramót verða breytingar á venjulegum opnunartíma embættisins ríkisskattstjóra.
Opnunartími verður sem hér segir:
Lesa meiraLengri afgreiðslutími á fimmtudögum aflagður
Í dag 13. desember 2018 verður í síðasta sinn opið lengur á fimmtudegi í afgreiðslu embættisins á Tryggvagötu. Síðastliðin tvö ár hefur afgreiðslan verið opin aukalega milli kl. 15:30 og 18:00 á fimmtudögum. Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja þennan lengda opnunartíma af til frambúðar.
Lesa meiraJólagjafir frá útlöndum
Nú styttist til jóla og margir eiga von á pakka frá vinum eða ættingjum sem búsettir eru erlendis.
Lesa meiraLög nr. 117/2018 hafa tekið gildi
Þann 30. nóvember 2018 tóku lög nr. 117/2018 gildi en lögin fela m.a. í sér ýmsar breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993.
Lesa meiraÁrsskýrsla RSK vegna ársins 2017 er komin út
Ársskýrsla ríkisskattstjóra fyrir árið 2017 hefur nú verið birt á vef embættisins. Farið er yfir starfsemi ársins 2017 og ýmsar tölulegar upplýsingar birtar.
Lesa meiraÚtskrift tollvarða úr Tollskóla ríkisins
Föstudaginn 23. nóvember sl. útskrifuðust 29 tollverðir úr Tollskóla ríkisins og er um að ræða stærsta einstaka útskriftarárgang Tollskólans frá upphafi en skólinn sem Tollstjóri starfrækir útskrifaði fyrst tollverði árið 1968.
Lesa meiraBreytingum á formi VSK-skýrslna frestað
Ríkisskattstjóri vill vekja athygli á því að fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskattsskýrslum frá og með 1. janúar 2019 mun verða frestað um óákveðinn tíma.
Lesa meiraBreyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993.
Þann 21. nóvember 2018 samþykkti Alþingi lög sem fela m.a. í sér ýmsar breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993.
Lesa meiraÁhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár 2018
Eftirlit ársreikningaskrár á árinu 2019 vegna reikningsársins 2018 mun sérstaklega beinast að eftirfarandi þáttum:
Innleiðingaráætlun nýrrar innflutningsskýrslu enn breytt
Undirbúningur og kerfisbreytingar er tengjast því að taka í notkun nýja tollskýrslu hafa tekið mun lengri tíma en áætlað var.
Lesa meiraBreytingar á tollskrá
Þann 26. október tekur gildi ný útgáfa af tollskrá. Þetta er útgáfa 2 sem inniheldur breytingar samkvæmt auglýsingu í A-deild stjórnartíðinda nr. 110/2018.
Innflytjendur sendibíla kunna að eiga inneign
Hinn 24. janúar 2018 felldi yfirskattanefnd úrskurði í tveimur málum (nr. 6/2018 og 7/2018) þar sem deilt var um tollflokkun og álagningu gjalda á bifreiðar af gerðinni Ford Transit og Mercedes-Benz Sprinter og var niðurstaðan sú að innflytjendur áttu rétt á endurgreiðslu hluta greiddra vörugjalda.
Vegna frétta af vefsíðunni tekjur.is
Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri taka fram að ný vefsíða, tekjur.is, er á engan hátt á vegum embættisins. Fréttir í þá veru eru því beinlínis rangar.
Lesa meiraVettvangseftirlit RSK
Hjá ríkisskattstjóra er starfrækt skatteftirlit sem m.a. sinnir því að heimsækja rekstraraðila og fara yfir hvort staðgreiðsluskil, virðisaukaskattsskil og tekjuskráning virðist vera í lagi. Er þetta gert á landsvísu.
Lesa meiraSnorri Olsen skipaður ríkisskattstjóri
Snorri Olsen hefur tekið við embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Hann lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984 og hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl á því ári. Hann gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála.
Lesa meiraTollstjóraskipti
Snorri Olsen sem gegnt hefur starfi tollstjóra allt frá árinu 1997 lét af störfum hjá embættinu í lok september og tók við embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018.
Lesa meiraSeptembertölublað Tíundar komið út
Páll Kolbeins skrifar um niðurstöður álagningar á einstaklinga 2018. Sigmundur Stefánsson fjallar um heimild til skattendurákvörðunar. Dómareifanir og umfjöllun um bindandi álit ríkisskattstjóra.
Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2018
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2018 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.
Lesa meiraAuglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila 2018
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra.
Kærufresti lýkur föstudaginn 28. desember 2018.
Skýringar á álögðum gjöldum lögaðila 2018
Ríkisskattstjóri birtir ítarlegar upplýsingar um forsendur álagningar og skýringar á álagningarseðli. Fjallað er um hverjir bera hvaða skatt og af hvaða stofni hann er reiknaður.
Álagning lögaðila 2018 verður 28. september nk.
Senn líður að birtingu álagningar lögaðila 2018, vegna rekstrarársins 2017. Framtalsfresti lauk 31. maí en fresti þeirra sem í atvinnuskyni annast bókhald og framtalsskil fyrir viðskiptavini sína til að skila skattframtali lögaðila lauk 5. september sl.
Lesa meiraByssusmygl í flutningaskipi
Tollverðir í Reykjavík fundu í vikunni tvær sundurteknar hálfsjálfvirkar haglabyssur við hefðbundna leit í flutningaskipinu Arnarfelli sem var að koma til Íslands frá Evrópuhöfnum.
Lesa meiraKærufresti vegna álagningar einstaklinga lýkur 31. ágúst
Fresti einstaklinga til að kæra niðurstöður álagningar 2018, vegna tekjuársins 2017, lýkur þann 31. ágúst 2018.
Lesa meiraNýtt fyrirkomulag – greiðsluseðlar tollalínugjalda eingöngu birtir rafrænt
Frá og með 1. júlí 2018 verða greiðsluseðlar fyrir tollalínu eingöngu birtir á rafrænu formi.
Lesa meiraNýtt fyrirkomulag – greiðsluseðlar bifreiðagjalda eingöngu birtir rafrænt
Frá og með 1. júlí verða greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld einstaklinga eingöngu birtir á rafrænu formi. Með þessu má spara 65 milljónir króna árlega og 5 tonn af pappír.
Lesa meiraLagabreytingar í júní – Brjóstamjólk, rafrettur, frammistöðubætandi efni o.fl.
Tollstjóri vill vekja athygli á ýmsum lagabreytingum sem tóku gildi vikuna 25. – 29. júní en lögin voru samþykkt á Alþingi á síðustu dögum vorþings.
Lesa meiraRafræn birting greiðsluseðla bifreiðagjalda – nýtt fyrirkomulag
Þrjú fyrirtæki valin til að taka þátt í tilraunaverkefni um AEO-vottun
Fyrirtækin IKEA, Marel og ThorShip hafa verið valin til að taka þátt í tilraunaverkefni Tollstjóra um VRA-vottun (AEO-vottun). Fyrirtækin voru valin úr hópi umsækjenda þar sem þau uppfylltu skilyrði tilraunaverkefnisins auk þess að gegna mismunandi hlutverkum í aðfangakeðjunni.
Lesa meiraTollstjóri óskar eftir fyrirtækjum til að taka þátt í tilraunaverkefninu „Viðurkenndir rekstraraðilar“ (AEO-vottun)
Tollstjóri hefur að undanförnu unnið að innleiðingu á AEO-vottun hér á landi. AEO er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtækið er talið vera öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um alþjóðlega vöruflutninga.
Lesa meiraTveir yfirtollverðir ráðnir
Þann 3. maí sl. var auglýst eftir tveimur yfirtollvörðum til að sinna hlutverki á 2. stjórnendalagi hjá Tollstjóra. Alls bárust 9 umsóknir. Tollstjóri hefur nú falið tveimur tollvörðum að taka við starfi yfirtollvarða hjá embættinu.
Lesa meiraÁlagning 2018 - lækkun launaafdráttar
Álagningarseðlar vegna álagningar þing- og sveitarsjóðsgjalda eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra. Inneignir (vaxta- og barnabætur, ofgreidd staðgreiðsla) eru greiddar inn á bankareikninga 1. júní 2018.
Lesa meiraUpplýsingar um álögð gjöld 2018
Upplýsingar um álögð gjöld 2018, sjá bæklinginn RSK 12.02 fyrir árið 2018.
Álagning opinberra gjalda
Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2018.
Lesa meiraBirting álagningar - myndband
Birting á álagningu einstaklinga er með mjög breyttu sniði í ár miðað við undanfarin ár en álagningarseðillinn var orðinn barn síns tíma.
Lesa meiraTollstjóri óskar eftir fyrirtækjum til að taka þátt í tilraunaverkefninu „Viðurkenndir rekstraraðilar“ (AEO-vottun)
Tollstjóri hefur að undanförnu unnið að innleiðingu á AEO-vottun hér á landi. AEO er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtækið er talið vera öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um alþjóðlega vöruflutninga.
Lesa meiraRíkisskattstjóri er stofnun ársins 2018
Í þriðja sinn á síðustu fjórum árum er ríkisskattstjóri kjörin stofnun ársins í árlegri könnun SFR.
Lesa meiraRíkisskattstjóri lætur af störfum
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hefur verið kjörinn ríkisendurskoðandi og lætur hann því af störfum sem ríkisskattstjóri 1. maí 2018, eftir ríflega 11 ár í starfi.
Lesa meiraFríverslunarsamningar sem taka breytingum 1. maí
1. maí taka gildi breytingar á fríðindameðferð í samræmi við nýja samninga Íslands og Evrópusambandsins sbr. frétt sem birtist 24. apríl 2018.
Framtalsskil einstaklinga - nýtt met
Framtalsskil einstaklinga hafa gengið mjög vel en aldrei hefur jafn mörgum framtölum verið skilað fyrir álagningu.
Lesa meiraNýir samningar Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur
Þann 1. maí taka gildi nýir samningar Íslands og Evrópusambandsins sem undirritaðir voru 17. september 2015 í Reykjavík, en formlegar viðræður hófust árið 2012.
Lesa meiraÖkutækjastyrkir og frádráttur á móti slíkum greiðslum
Að gefnu tilefni vegna opinberrar umfjöllunar um ökutækjastyrki vill embætti ríkisskattstjóra benda á að ökutækjastyrkir eru skattskyldar tekjur og reiknast tekjuskattur og útsvar á þær tekjur með sama hætti og aðrar launatekjur.
Lesa meiraSniðmát til að prenta á EUR1 vottorð og FKI skírteini
Útbúin hafa verið sniðmát sem nota má til að prenta á forprentuð EUR1 vottorð og FKI skírteini. Skírteinin og vottorðin eru eftir sem áður pappírsgögn og þarf því að ljúka við útfyllingu þeirra, undirrita og stimpla handvirkt.
Lesa meiraFramtalið og þjónustan í mars
Skattframtal einstaklinga er nú opið á þjónustusíðu RSK. Afgreiðsla og símaþjónusta verður opin lengur.
Lesa meiraSkattframtal einstaklinga verður opnað 1. mars
Frestur til að skila framtali er til 13. mars en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 16. mars.
Lesa meiraLagabreytingar um áramót - bifreiðar og ökutæki
Um áramótin gengu í gildi lög nr. 96/2017 um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018. Í lögunum eru gerðar breytingar á lögum er varða álagningu gjalda og hér fyrir neðan er að finna dæmi um breytingar sem varða starfsemi Tollstjóra.
Lesa meiraNý gjaldskrá tekur gildi
Ný gjaldskrá tekur gildi 16. janúar 2018 hjá fyrirtækjaskrá RSK.
Lesa meiraRafrænar greiðslukvittanir
Fjársýsla ríkisins sendir nú allar kvittanir frá innheimtumönnum ríkissjóðs rafrænt inn á pósthólf gjaldanda á vefnum island.is. Tollstjóri sendir því ekki lengur pappírskvittanir í pósti.
Lesa meiraSkattar, gjöld og bætur 2018
Upplýsingar um staðgreiðslu, barnabætur, vaxtabætur o.fl. á árinu 2018.
Lesa meira